Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1989, Qupperneq 14

Ægir - 01.08.1989, Qupperneq 14
410 ÆGIR 8/89 Svo sem áður hefur verið nefnt var einungis einn togari sem veiddi og vann aflann allt árið 1983, togar- inn Örvar frá Skagaströnd. Hann aflaði 4.191 tonn af botnfiski á árinu 1983, aðallega þorsk. Auk Örvars voru Hólmadrangur frá Hólmavík og Akureyrin við veiðar hluta ársins 1983. Frysting á rækju um borð í fiskiskipum á sér lengri sögu hér við land en frysting bolfisks, þó var sú vinnsla ekki í líkt því eins stórum stíl og nú tíðkast. Annars sjá lesendur betur á línuriti 7, hvernig sjófrystingin hefur þróast síðustu 7 ár. ÚTFLUTNINGUR ÍSFISKS Útflutningur ísfisks hefur farið ört vaxandi á síðustu árum. Árið 1988 nam þessi útflutningur sem svaraði 108.362 þorskígildis- tonnum, eða rúmlega 13% af heildarafla ársins, 1983 var þessi útflutningur 29.266 þorskígildistonn samkvæmt sömu vogtölum eða tæp 5% af heiIdarafla það ár. Aukning þessa útflutnings hefur verið nokkuð stöðug allan þennan áratug. Á línuriti 8 sést hvernig lands- hlutaskipting ísfisksútflutnings var á árinu 1988. ísfiskinum er skipt á landshluta í þorskígildum og sömu vogtölur notaðar og lýst var í upp- hafi greinarinnar. Skipting aflans í prósentum af hei Idarútfl utn ingi ísfisks var eins og tafla 7 sýnir. Tafla 7 Hlutfall Landshluti 1988 1983 Suðurland 26% 13% Reykjanes 28% 55% Vesturland 6% 3% Vestfirðir 14% 3% Norðurland-vestra 3% 2% Norðurland-eystra 7% 8% Austfi rðir 16% 16% Af töflunni sést að fjórir lands- hlutanna: Suðurland, Reykjanes, Vestfirðir og Austfirðir, eru með 84% af ísfisksútflutningnum árið 1988 og þar af flytur Suðurland sýnu stærst hlutfall af afla lands- hlutans, út sem ísfisk. Á Norður- landi virðist reglan að at'linn sé tekinn til frekari vinnslu áður en hann er íluttur út, þó er talsverð aukning á ísfiskútflutningi frá Norðurlandi árið 1988 frá því sem áður var. 1987 var Norðurland einungis með 5% af heildarút- flutningi ísfisks og Vesturland með 5% Vestfirðir, Reykjanes og Suðurland skiptu hinsvegar með sér 79% af heildarútflutningi ísfisks það ár (Tekið skal fram að skipting ársins 1987 er reiknuð með öðrum þorskígi Idisstuðlum)- Áberandi er í töflu 5, hve mikið Vestfirðir og Suðurland hafa aukið hlutdeild sínaí ísfiskútflutningnum á kostnað Reykjaness. Hvað Suðurland varðar skýrist þessi aukning af breyttum áherslum i útgerðarháttum Vestmanna- eyinga, árið 1983 var einungis fluttur út ísfiskur frá Vestmannna- eyjum sem svaraði til 2.548 tonna af þorski eða tæp 5% af heildar- afla Vestmanneyinga í þorsk- ígildum talið. Á síðasta ári fluttu Vestmanneyingar út 21.758 þorsk- ígildistonn eða um það bil 30% af heildarafla sínum. Milli þessara tveggja ára varð til ný aðferð ' verslun og flutningi með fisk, en það var að flytja hann ferskan í gámum á markaði í V-Evrópu- Vestmannaeyingar standa óvenju vel að vígi hvað þennan flutnings- máta snertir vegna nálægðar við markaði. Að jafnaði eru Vest- mannaeyjar síðasta lestunarhöfn skipa á leið til Evrópu, þannig a ísfiskurinn getur borist á ferskíisk- markaði í Bretlandi rúmlega þremur dögum eftir að hann er dregin úr sjó þegar best laetur- Virðist þetta vera hagkvæmt fyrir útgerð í Vestmannaeyjum, ÞVJ flutningar hafa farið vaxandi þrá(t fyrir að þessum útflutningi sen nokkrar skorður settar, þar sen1 15% frádráttarreglan er. Hvað Vestfirðinga varðar ekkert sérstakt sem mælir me ísfiskútflutningi þaðan fram Y1 aðra landshluta nema ef vet skyldi skortur á vinnuafli sem vl

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.