Ægir - 01.08.1989, Side 25
8/89
ÆGIR
421
a skrúfu hefur togkraftur á hvert
hestafl aukist frá 10-12 kg/hö í
15-17 kg/hö.
Aöalvél með lága eðliseyðslu
Valdar hafa verið í þessi skip
^illihraðgengar aðalvélar með
^ágan eyðslustuðul og eru þær
'átnar framleiða alla þá orku sem
þarf um borð. Auk þess að knýja
skrúfuna eru á niðurfærslugír afl-
uttök fyrir vökvadælur sem drífa
a|lar vindur um borð. Einnig knýr
8'nnn riðstraumsrafal sem skilar
220/380 V 50 Hz. við 750 snún-
lng á aðalvél. Þessi skip koma til
að stunda netaveiðar hluta af
arinu og eru þá langtímum saman
1 notkun með mjög lítið álag á
aðalvél. Við þær kringumstæður
Verður eðliseyðsla vélarinnar allhá
Verði hún höfð á föstum snú-
n'ngshraða 750 RPM. Því hefur
Ver'ð þróaður HZ breytir sem
§eíur möguleika á að breyta hraða
Ve|arinnar allt niður í 500 RPM,
en halda áfram 50 HZ inn á raf-
erfi skipsins. Hiti frá kælivatni
Velarinnar er einnig notaður til að
lta upp vistarverur og neyslu-
vatnið um borð.
Meðferð afla
Skip af þessari stærð stunda flest
ísfiskveiðar til vinnslu í íslenskum
frystihúsum og til sölu á erlendum
mörkuðum. Til að tryggja sem
besta meðferð afla og bestu vinnu-
aðstöðu um borð eru sett upp færi-
bönd, slægingaraðstaða og tvö-
faldur þvottur á milliþilfari. Lestin
er útbúin fyrir u.þ.b. 90 stk. 660 I
einangruð fiskikör.
Það hefur færst mjög í vöxt að
geyma fiskinn um borð í slíkum
körum og hefur það skilað góðum
árangri bæði hvað varðar gæði og
vinnusparnað við löndun.
VIÐHALD SKIPA
Ég vil aðeins minnast nokkrum
orðum á viðhald skipa.
Fyrirbyggjandi viðhald
við hönnun
Við hönnun þeirra breytinga og
nýsmíðaverkefna sem Ráðgarður
hefur staðið að, höfum við nýtt
okkur þá reynslu sem fengist hefur
af eldri skipum hvað viðhald
varðar. Sem dæmi má nefna eftir-
farandi atriði sem tekið er tillit til
við hönnun þ.e.a.s. sérstakra
styrkinga og yfirþykktar á plötum á
skut, skutrennu og togþilfari.
Aukin notkun á ryðfríu stáli í
rörum og ýmsum búnaði, sand-
blástur og galvanhúðun á öllu stáli
utan dyra. Sérstakar styrkingar á
perustefni o.fl.
Fyrirbyggjandi viðhaldskerfi
Einnig hefur Ráðgarður hannað
sérstakan hugbúnað fyrir skip og
framleiðslufyrirtæki í landi, til að
auðvelda þeim að skipuleggja og
stjórna fyrirbyggjandi viðhaldi.
ÖRYGGISMÁL SJÓMANNA
Að lokum skal vikið nokkrum
orðum að öryggismálum sjómanna.
Á undanförnum árum hefur Sigl-
ingamálastofnun ríkisins og einka-
aðilar o.fl. unnið að ýmsum
þörfum málum sem stuðlað hafa
að auknu öryggi sjómanna. Sem
dæmi má nefna vökvaknúinn
skutrennuloka á skuttogurum,
neyðarstöðvun á vindum og
ýmsum búnaði, auknar kröfur um
stöðugleika, björgunarnet Mark-
úsar og flotbúninga fyrir alla
áhöfnina o.fl. Það er engu að síður
staðreynd að þrátt fyrir þennan
aukna öryggisútbúnað og þrátt
fyrir þær miklu endurbætur sem
gerðar hafa verið á eldri skipum
okkar hefur slysum farið fjölgandi
um borð í íslenskum fiskiskipum.
Ekki er hægt að fullyrða hvort sú
aukning sé tilkomin vegna þess að
of langt hefur verið gengið í að
endurbyggja gömul skip. Hins
vegar má segja að þróun undan-
farinna ára hafi ekki orðið til þess
að fækka slysum.
Það er því ósk mín til allra
íslenskra sjómanna og útgerðar-
manna að í framtíðinni verði þeim
kleift í auknum mæli að byggja sér
ný og örugg skip svo snúa megi
þessari þróun við.
Höfundur er skipatæknifræðingur og
starfar hjá Ráðgarði.