Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1989, Side 26

Ægir - 01.08.1989, Side 26
422 ÆGIR 8/89 BÓKAFREGN Siglingareglur Stjórn og sigling skipa Höfundur: Guðjón Ármann Eyjólfsson Útgefandi: ísafoldarprentsmiðja hf. Árið 1982, kom út bókin „Stjórn og sigling skipa", undirtitill: Siglinga- reglur, eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóra Stýrimanna- skólans. Bókin fjallaði, eins og nafnið gefur til kynna, um alþjóða- reglur varðandi siglingar. Bókin var að öðrum þræði hugsuð sem kennslubók fyrir stýrimannaskóla, en einnig sem heppileg handbók fyrir stjórnendur skipa. Nýlega kom út önnur útgáfa þessarar bókar, „Siglingareglur", undirtitill: Stjórn og sigling skipa. Nýja útgáfan er talsvert frábrugðinn hinni fyrri, þannig að fremur er hægt að segja að um nýja bók sé að ræða. í formála Guðjóns segir: „ Bókin er samræmd breytingum á siglinga- reglunum, sem tóku gildi 1. júní 1982, en einnig eru teknar upp breytingar á reglunum, sem voru samþykktar á 15. þingi Alþjóða- siglingamálastofnunar haustið 1987 (Ályktun A 626) og munu taka gildi 19. nóvember 1989. í fjölmörgum atriðum má frekar segja, að um sé að ræða nýja bók byggða á hinni fyrri, þar eð við- bætur eru svo miklar og endur- skoðun sumra kafla gagnger." Fyrri bókin var fyllilega tímabær og sú nýja er ekki síður tímabær. Áður en Guðjón gaf út fyrri bók- ina, skorti tilfinnanlega kennslu- bók í þessu grunnfagi skipstjórn- armennntunar. Alltaf hefur verið lagt mikið upp úr, að réttinda- menn sem útskrifast úr stýri- mannaskólum á íslandi hafi hald- góða þekkingu á siglingareglum og gilt hafa strangari kröfur um próf í siglingareglum en í öðrum fögum skólanna. En, eins og áður sagði, heppileg kennslugögn hefur vantað og orðið hefur að treysta einvörðungu á útsjónarsemi sigl- ingareglukennaranna, sem vissu- lega hafa staðið prýðilega undir auknum kröfum sem námsgagna- skortur hefur gert til þeirra. Hér er um að ræða þekkingu sem skip- stjórnarmenn verða ætíð að hafa á takteinum og sjaldnast gefst tími til Guðjon Armann Eyjolfsson_ SIGLINGA REGLUR STJORN OG SIGLING SKIPfl að fletta upp í bókum þegarerfiðar aðstæður krefjast réttra ákvarð- ana. Sem dæmi um takmörkuð kennslugögn má nefna að afstöðu- myndir siglingaljósa, sem eru eitt af grunnatriðum kennslu í siglinga- reglum, voru ekki aðgengilegar íslenskum skipstjórnarnemum fyrr en með útgáfu Sjómannaalmanaks 1980 og þá í alltof takmörkuðum mæli til notkunar í kennslu. Með fyrri bók Guðjóns fengu skip' stjórnarnemar loksins hæfileg gögn til náms í þessum fræðum- Nýja bókin er 398 blaðsíður og skipt í tuttugu og tvo meginkafla, bókin er prýdd á fimmta hundrað skýringamynda, flestra í lit, auk þess eru í bókinni fjögur sýnishom af sjókortum yfir aðskildar sigl' Mynd 1. Stjórnvana skip, hvort heldur á ferð eða ferðlaust. Tvær svartar kúlur, önnur lóðr? upp af hinni. ATH. I. Þvermál kúlu skal vera a.m.k. 0,6 metrar. ATH. 2. Lóðrt fjarlægð á milli merkja skal vera a.m.k. 1,5 metrar. I. Viðauki - 6.gr.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.