Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 26

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 26
474 ÆGIR 9/89 Björn S. Stefánsson: Afstaða til fískveiðistjómar Stjórnvöld hafa mótað fisk- veiðistjórn í nánu samráði við Hafrannsóknastofnun, Fiskiþing og Landssamband út- vegsmanna. Nýting þorskstofnsins hefur þótt mestu varða. Hafrann- sóknastofnun hefur haft það markmið með tillögum sínum um fiskveiðistjórn að hrygningarstofn- inn væri svo stór að viðkoma væri örugg, en einnig hafa tillögur um hæfilega veiði mótazt af viðleitni til að afli mætti verða nokkuð jafn frá ári til árs. Takmarkanir á veiði smáfisks og seiða hafa verið rök- studdar með tilliti til þeirrar stefnu. Ekki var opinber ágreiningur um I íffræði leg rök Hafrannsóknastofn- unar fyrr en árið 1984, en þá settu nokkrir líffræðingar fram aðra skoðun. Bentu þeir á, að miðað við stöðugt fæðuframboð væri vöxtur í öfugu hlutfalli við fjölda einstaklinga. Þegar stofninn væri of lítill (ofveiddur), væru fáir og smáir fiskar sem yxu hratt, en heildarþyngdaraukning stofnsins yrði lítil vegna fiskfæðar. Þegar stofninn væri of stór (vanveiddur), væru fiskarnir margir og smáir, en vöxtur þeirra hægur. Þá færi meiri hluti fæðu, sem aflað væri, í við- hald og leit að fæðu. Því yrði heildarþyngdaraukning stofnsins lítil miðað við þessar aðstæður. Lögðu tveir þessara líffræðinga til við Hafrannsóknastofnun, að vöxt- ur fiska yrði mælikvarði á æti og út frá því ályktað um hæfilega veiði einstakra árganga. Þá yrði veitt meira af smáfiski þegar æti minnkar, en hann friðaður frekar þegar betur árar. Þegar árið 1964 vakti Jón jóns- son fiskifræðingur athygli á slíku samhengi í Náttúrufræðingnum (Ofveiði og kjörveiði, bls. 4-8) m.a. með þessum orðum (bls. 8): „Eins og getið var um í upphafi, þá er nauðsynlegt að nýta þessa stofna á sem hagkvæmastan hátt. Of lítil veiði getur verið jafn skað- leg og of mikil veiði. Það hefur t.d. komið í Ijós, að þau ár, sem mjög sterkir árgangar af þorski hafa verið í aflanum, hefur fiskur- inn vaxið hægar en þegar lítið hefur verið af fiski í sjónum. Við skýrum þetta með því, að þegar mikið er um fisk sé ekki nóg fæða í sjónum fyrir allan þann fjölda. Á árunum 1932-37 féll þorskveiðin í Vestmannaeyjum úr tæplega 200 þorskum á 1000 öngla í tæplega 50 þorska á 1000 öngla, og er það tákn um verulega rýrnun í stærð stofnsins. Samtímis þessu jókst meðalstærð 8-12 ára fiska úr 82 í 94 sm og mun láta nærri, að hér sé um tveggja kílóa þyngdaraukn- ingu að ræða. Ég held, að þetta dæmi sýni, að fjöldi einstaklinganna er ekki ein- ráður um útkomuna, heldur er vaxtarhraði hvers einstaklings mjög mikilsverður. Aukningin í vaxtarhraðanum á tímabilinu 1932-37 bætti að nokkru leyti upp þá rýrnun, sem varð í fjölda einstaklinganna í stofninum. Hæfileg grisjun stofnsins er því mikilvæg til þess að viðhalda hámarksvaxtarhraða einstakling- anna, þannig að bezt nýtist fram- leiðni sjávarins hverju sinni." Nýleg ábending af þessu tagi er í fjölriti Hafrannsóknastofnunar um nytjastofna sjávar og umhverf- isþætti 1989, þar sem segir svo um ýsuna (bls. 15) „en meðal- þyngd eftir aldri hjá mjög stórum árgöngum er undantekningarlaust minni en hjá smærri árgöngum." Enn er þess að geta um andmæli líffræðinganna árið 1984, að þeir töldu ekkert samband milli nýlið- unar þorsks og stærðar hrygning- arstofnsins. Þeir lögðu áherzlu á gagnkvæm áhrif ætis, stærðar ár- ganga og stærðar hinna ýmsu fisk- stofna. Um gagnkvæm áhrif stofna nefndu þeir sem dæmi, að loðnan næði ekki að fullnýta fæðu sína, dýrasvifið, ef þorskurinn ofbeitti hana. Þessa skoðun má kenna við vistfræði. Hin vistfræðilega kenn- ing var sett fram alþýðlega í grein- inni „Samspillet mellem fiske- arterne" eftir Erik Ursin i Fisk og hav 1978. Hin vistfræðilega kenning hefur ekki heldur hlotið viðurkenningu þeirra sem ráða fiskveiðistefnu 1 nálægum löndum við austanvert Norður-Atlantshaf, þ.e.a.s. í Dan- mörku, Bretlandi og Noregi- Kenningin um kosti grisjunar nýtur hins vegar niðurkenningar varð' andi veiðivötn hér á landi. I lög' gjöf um laxveiði ríkir það sjon- armið að tryggja hrygninguna me laxafjölda á hrygningarstöðum- Löggjöfinni hefur ekki verið breyú þrátt fyrir þá skoðun yngri fisk1'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.