Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 23

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 23
9/89 athyglisvert að hlýða á fulltrúa Evrópubandalagsins segja frá stefnumörkum Evrópubanda- 'agsins um aögerðir til að auka öryggi fiskiskipa í löndum þess. M.a. hefur verið ákveðið að leggja mun meiri áherslu á menntun og bjálfun áhafna fiskiskipa en hingaðtil hefur verið gert. Fjölgun innflytjenda víð vinnu á fiskiskipum íöllum löndum Evrópubandalags- 'ns hefði að margra áliti ekki orðið til þess að auka öryggi og draga úr slysatíðni meðal fiskimanna en hefði leitt til minnkandi virðingar fyrir atvinnugreininni. Meðal ann- ars vegna slakrar stöðu öryggis- mála væri áhugi ungs fólks á störfum við fiskveiðar lítill. Hluti vandamálsins innan Evrópu- bandalagsríkjanna fælist enn- fremur í því að það væru allt of margir opinberir aðilar að fást við ýmsa þætti öryggismála sjómanna án samræmdrar heildarstjórnar. Sem dæmi var nefnt að 98 samtök °g stofnanir hafa með þessi mál að gera í Englandi á einn eða annan hátt. Það kom ótvírætt fram á ráð- stefnunni að áhugi er nú víða mik- i'l fyrir því að auka grundvallar- rannsóknir til að auka öryggi og fekka slysum við fiskveiðar. Stærstur hluti rannsóknanna sem nú er í gangi snýr að vinnuum- hverfi og aðbúnaði. Mælingar á hávaða, áhrif hreyfinga skips á vellíðan og afköst áhafnar, vinnu vio veiðarfæri, fyrirkomulag vinnslubúnaðar um borð í skipum °g öryggi við vindur og spil. Slysaskráning og slysatíðni í erindum um þetta efni kom m.a. fram að tíðni vinnuslysa á togurum í Kanada hefur farið ört vaxandi undanfarin ár og var á árinu 1987 30%. Hefur komið í 'jós í Kanada að slysatíðni hefur aukist á öllum fiskiflota síðustu ár °g slysin orðið jafnframt alvar- 'egri. Um 60% aukning varð á ÆGIR forfalladögum sjómanna vegna slysa 1987 miðað við árið 1980. í Bandaríkjunum er slysatíðni á fiskiskipum talin sjöfalt hærri en á kaupskipum og fimmfalt hætti en á olíuflutningaskipum. Á spánskum fiskiskipum er slysatíðni meðal allra fiskimanna talin vera um 6%. Athygli vakti að 75% þeirra slysa sem skýrslur höfðu borist um höfðu orðið á þilfari. í erindi sem fulltrúi Noregs flutti kom fram að þeir telja að veruleg fækkun dauða- slysa á fiskiskipum hafi orðið frá árinu 1984 eða úr 13-14 dauða- slys/ár í 6-7 dauðslys/ár (á 10.000 ársverk). Vilja Norðmenn þakka þessu breytingu á fjölþættum aðgerðum í öryggismálum sem gripið var til í framhaldi af til- lögum sérstakrar nefndar um bætt öryggi í fiskiskipum. Fyrirliggjandi upplýsingar hjá Alþjóðavinnumála- stofnuninni um slysatíðni benda til þess að slysatíðni sé tvöfalt meiri meðal fiskimanna sem eru yngri en 18 ára, en þeirra sem eldri eru. Öryggi við vinnu og aðbúnaður áhafnar Því var haldið fram að aukin sjóhæfni skipa s.s. með yfirbygg- ingu þeirra hefði í mörgum til- fellum leitttil harðari sjósóknarog það hefði e.t.v. átt þátt í því að ekki hefði orðið fækkun á vinnu- 471 slysum. Gerðar hafa verið athug- anir á áhrifum hreyfinga og titrings til að meta þreytuáhrif, kom þar glöggt fram að vinna við miklar hreyfingar dregur fljótt úr afköstum manna. Einn fyrirlesar- inn setti fram þá hugmynd að á hverju skipi fylgdu útreikningar á hreyfingu skips miðað við tiltekið sjávarástand þannig að skipstjóri gæti þetur metið hvenær ráðlegt væri að hætta veiðum og vinnslu um borð vegna hreyfinga skipsins. All margir fyrirlestrar fjölluðu um ' hávaða í skipum og kom fram að frekari rannsókna sé þörf á þessu sviði þó Ijóst sé að yfirleitt sé hávaði of mikill í fiskiskipum og var fjallað um nauðsyn þess að setja reglur um hávaðamörk í fiskiskipum. Fram kom að þær mælingar sem gerðar hafa verið á hávaða í fiskiskipum voru í flestum tilvikum töluvert yfir mörkum sem Alþjóðasiglinga- málastofnunin hefur gefið út sem leiðbeiningar fyrir hávaða- mörk í kaupskipum en þau mörk voru menn almennt sammála um að væri eðlilegt að miða við einnig í fiskiskipum. (Reglur þær sem gilda um hávaðamörk í íslenskum skipum frá 1985 miða að verulegu leyti við leiðbeiningar leyti við leiðbeiningar Alþjóða- siglingamálstofnunarinnar um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.