Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 14

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 14
462 ÆGIR 9/89 þeirra leiða sem koma léttast niður á einstaklingum, heimilum og landshlutum sem kunna að verða fyrir tjóni vegna reglnanna. Menn verða einnig að átta sig á, að upp- taka nýs stjórnkerfis þýðir að hluta sjö ára aðlögunar að aflakvótakerfi er kastað á glæ. Aðilar sem þegar hafa farið halloka undir núverandi kerfi eru engu bættari, en einhver annar hópur mun að líkindum þurfa að ganga í gegnum sömu erfiðleikana á næstu árum, meðan útgerð lagar sig að nýju kerfi. Heildaraflamark og sóknar- hindranir Ernn er sá möguleiki til stjórn- ar fiskveiða að takmarka sókn. Ef litið er á sóknartakmörkun í sinni hreinustu mynd, þá væri ákvarðað t.a.m. af Hafrannsókna- stofnun hver leyfilegur hámarks- afli fisktegunda ætti að vera. Síðan yrði fiskiskipum markaður líklegur sóknardagafjöldi til að ná afla- marki. Utgerðarmenn munu, eins og við frjálsa sókn, keppa að því að auka sóknargetu skipa sinna eða bæta við skipum til að tryggja sér stærstan hlut af heildarafla- marki. Augljóslega bryti þetta í bága við það markmið að reyna að ná afla með sem minnstum til- kostnaði. Smámsaman, eftir því sem sóknargetan vex, verður að fækka leyfilegum sóknardögum, fyrst í þá tegund sem arðbærast er að veiða, síðan í þá fiskstofna sem minna gefa af sér. Að lokum fengi þjóðin engan umframarð af veið- unum, eins og við frjálsa sókn. Hinsvegar verður því marki náð að hámarka mögulegan afla, þar sem sóknardögum væri fækkað í réttu hlutfalli við aukningu sókn- argetu, en kostnaður vegna auk- innar notkunar sóknarþátta þurrk- aði út hagnaðinn (Sbr. dæmi um áhrif frjálsrar sóknar). Sóknarmark með fjárfestinga- marki Uppi hafa verið hugmyndir um að nota sóknarkerfi til sjórnar veiða. Bæta kerfið með því að hindra aukningu sóknargetu. Slíkt kerfi hefur fræðilega möguleika til að tryggja hámarksarð af fiskveið- unum. Til þess þarf, með ein- hverju opinberu apparati, að meta sóknargetu skipa og hindra við- bótarfjárfestingu í sóknarþáttum- Þá mun vera hægt að hafa full- komna stjórn á veiðunum og na hámarksafrakstri af fiskimiðunum með hagkvæmum hætti. Pappírslausnir eru ágætar a teikniborði eða í kennslustofu- Raunveruleikinn er annar í jafn margþættum atvinnuvegi og sjávar- útvegur er. Segjum sem svo að hægt sé að meta áhrif nýrra skipa- gerða, nýrra fiskleitartækja, bættra veiðarfæra, aukna þekkingu skip- stjórnarmanna, meiri hæfm áhafna og áhrif t.a.m. aukins fjölda í áhöfn eftir gerð skipa. Hverskonar bákn yrði skapað i kringum slíkt kerfi? Hvernig sættu sjómenn og útgerðarmenn ein- stakra skipa sig við, að vera vegnir og metnir á vog smíðaða af ríkis- stofnun suður í Reykjavík? Auk þess yrði erfitt að halda reiðu á öllum kostum skipa og áhafna til veiða, jafnvel þó hægt væri að meta kostina. Það virðist líklegt að þetta kerfi þyrfti bákn á stærð við KGB (Sovésku öryggislögregluna) til að hægt væri halda utan um nauðsynlegar upplýsingar. Það má vera að hér sé dregin upp of svört mynd af þessu fyrir- komulagi. En ef ætlunin er að miða sóknargetu t.d. einungis við fjárfestingu, þá verður eftir sem áður, á einhvern hátt, að meta hve mikið er hægt að auka afla ein- stakra skipa með fjölgun í áhöfn- Aukin þekking skipstjórnarmanna og síaukin færni þeirra og annarra áhafnarmeðlima í meðferð tækja, hlýtur að koma inn í mat á sókn- argetu. Ef svo er ekki, þá er ekki tekið tillit til mannlega þáttarins við fiskveiðarnar og sóknargetan mun vaxa með menntun o g fjölgun fiskimanna. Hver væri líklegur árangur af slíku fyrirkomulagi? Ef við lítum framhjá vanda- málum við ákvörðun sóknargetn og skoðum hvernig áhrif sóknar- Útsjónarsemi útgerðarmanna við að sniðganga tæknilegar takmarkanir eru engin takmörk sett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.