Ægir - 01.03.1992, Side 12
120
ÆGIR
3/92
Afkoma útgerðar 1991
Sveinn H. Hjartarson:
Inngangur
Það er ef til vill ekki í takt við
breytta tíma að fjalla um afkomu
útgerðar á almanaksárinu 1991 í
Ijósi þess að fiskveiðiárið er ekki
lengur heilt almanaksár. Fiskveiði-
árinu 1990-1991 lauk 31. ágúst
1991 og nýtt fiskveiðiár hófst 1.
september 1991 og er því aðeins
rúmlega hálfnað þegar þetta er
skrifað nú í marslok. Þessi breyt-
ing á fiskveiðiárinu hefur haft
meiri áhrif innan almanaksársins
síðastliðin tvö ár, en margur kynni
að halda í fyrstu. Þráttfyrir minnk-
andi aflaheimildir hafa útgerðir
getað dregið úr áhrifum minnk-
andi afla innan almanaksársins
vegna þess að fiskveiðiárin falla
ekki saman við það.
Starfsskilyrði
Starfsski lyrði sjávarútvegsins
hafa verið að breytast mikið.
Meðal þeirra breytinga sem allra
mestu máli skipta eru ákvarðanir
fiskverðs. Vægi fiskverðsákvarð-
ana í Verðlagsráði sjávarútvegsins
á almennum botnfiski er ekkert í
dag. Er nú svo komið að ekki hefur
verið tekin ákvörðun um nýtt al-
mennt fiskverð í ráðinu, þótt síðast
gildandi verð rynni út í september
1991. Aftur á móti hefur starfsemi
fiskmarkaða hér innanlands farið
vaxandi svo og hefur vinnsla um
borð í fiskiskipum aukist. Þá er
ótalið það magn ísfisks sem fer á
erlenda fiskmarkaði, þótt nú dragi
úr þeirri starfsemi vegna hinnar ill-
ræmdu kvótaskerðingar, sem því
fylgir. Staða innlendra markaða
hefur einnig styrkst gagnvart þeim
erlendu, m.a. vegna aukins fram-
boðs á þeim mörkuðum frá öðrum
löndum.
Það rekstrarumhverfi sem sjáv-
arútvegsfyrirtæki standa frammi
fyrir nú helgast mjög af þeim
breytilegu aðstæðum sem einstök
fyrirtæki búa við. Þar er fyrst að
nefna mismunandi aflaheimildir.
Ólíkar markaðsaðstæður, t.d-
aukning á útflutningi á ferskum
fiski í flugi. Mismikið eigið fe
leiðir af sér ólíkan fjármagnskostn-
að. Breytilegt tæknistig, þ-e-
hvernig til hefur tekist varðandi
nýfjárfestingar. Síðast en ekki síst
þau byggða- og atvinnupólitísku
skilyrði sem fyrirtækjum eru búim
Almenn efnahagsleg skilyrði
Þrátt fyrir verulega aukið vaeg1
framangreindra þátta í rekstrarlegu
umhverfi fyrirtækjanna má alls
ekki vanmeta þá þýðingu sem
almenn efnahagsstjórnun í land-
inu hefur fyrir afkomu greinarinn-
ar. Hin margumtöluðu ytri skilytð'
skipta atvinnuvegina að sjálfsögðu
meginmáli. Almenn skilyrði grein-
arinnar batna með lækkandi verð-
bólgu. Þar skiptir máli hvort að
vaxtastig verður í einhverju sam-
ræmi við greiðslugetu greinarinn-
ar. Aukið jafnvægi í efnahagslífinu
ætti að skapa festu og grundvöll
að nýrri sókn til lengri tíma.
Seðlabankinn telur að gengi5'
festan sé meginforsenda þeirrai"
Mynd 1. Verðvísitölur botnfiskafurða í SDR.
1989 = 100.