Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1992, Page 14

Ægir - 01.03.1992, Page 14
122 ÆGIR 3/92 eru ekki viðhlýtandi skýringar. í raun er það óskiIjanlegt af hverju botnfiskvinnslan ætti að sam- þykkja hráefnisverðhækkanir um- fram almennar hækkanir á afurð- um hennar í frjálsum samningum, í allflestum tilfellum í samningum við eigin útgerðir og sjómenn. Engin skynsamleg rök mæla með því. Hér er frekar hallast að þeirri skoðun að reiknilíkan Þjóðhags- stofnunar gefi ekki rétta mynd af raunveruleikanum lengur. Á meðan ársreikningar fyrir 1991 liggja ekki fyrir er erfitt að færa fyrir því töluleg rök. Hér er því haldið fram að taka beri reiknilík- anið með fyrirvara. Tafla 1 sýnir rekstraráætlun botnfiskveiða miðað við rekstrarskilyrði í sept- ember 1991. Verð á fiskmörkuð- um hækkaði framan af árinu 1991, en er líða tók á árið dró úr fiskverðshækkunum. Mynd 1 lýsir verðþróun á helstu fiskafurðum sl- 26 mánuði. Höfundur er hagfræðingur L.Í.Ú. Útgerðarmenn og skipstjórar Dráttarbraut fyrir allt að 450 þungatonn. Pantið pláss tímanlega. Botnhreinsun og málun. Öll almenn viöhaldsvinna ásamt smíði yfirbygginga og innréttinga. Leitið upplýsinga og tilboða. Skipasmíðastöðin Dröfn h/f Strandgata 75, 220 Hafnarfirði. Símar: 50393 - 50483

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.