Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1992, Qupperneq 36

Ægir - 01.03.1992, Qupperneq 36
144 ÆGIR 3/92 fyrir frystitæki og frystilest. Kæliþjöppur eru tvær Howden af gerð WRE 127/16550, afköst 34400 kcal/ klst (40 KW) við-37.5°C/-/+25°C, knúnaraf45 KW rafmótorum, kælimiðill Freon 22. Fyrir matvæla- geymslur eru tvö sjálfstæð kælikerfi. Fyrir kæli er ein Danfoss SC 18C kæliþjappa, afköst 1385 kcal/klst (1.61 KW) við h-57-/+45°C, og fyrir frysti ein þjappa af sömu gerð, afköst 610 kcal/klst (0.71 KW) við -r-25°C/-/+45°C, kælimiðill Freon 502 fyrir kerfin. íbúöir: íbúðir eru fyrir 18 menn í fimm 2ja manna klefum og tveimur 4ra manna klefum. Á neðra þilfari eru fremst tveir 4ra manna klefar, en þar fyrir aftan, s.b.-megin, einn 2ja manna klefi, eld- hús og matvælageymslur (kælir, frystir) aftast, og til hliðar við borðsalur. B.b.-megin (aftan við 4ra manna klefa) eru tveir 2ja manna klefar, snyrting með tveimur sturtuklefum, salernisklefi og aftast stakka- geymsla og þvottaherbergi með salernisklefa. í b.b.-þiIfarshúsi á efra þilfari eru tveir 2ja manna klefar, snyrting með sturtu, salernisklefi og stigagang- ur. Útveggir og loft íbúða er einangrað með 125 mm steinull og klætt með viði. Úr eldhúsi skipsins. Vinnuþilfar (fiskvinnsluþilfar): Framan við skutrennu er vökvaknúin fiskilúga, sem veitir aðgang að móttöku, um 13 m3 að stærð, aftast í fiskvinnslurými. I efri brún skutrennu er vökvaknú- inn skutrennuloki. Fiskmóttaka er með hallandi botni að s.b.-langþili og botn klæddur ryðfríu stáli. Á lang- þili er vökvaknúin lúga til losunar. I skipinu er búnaður til flökunar og frystingar afla Velkomin á miðin! Óskum áhöfn og útgerð Bylgjunnar VE 75 innilega til hamingju með nýja skipið. Um borð er frystikerfi frá Kværner Eureka. KVÆRNER LYNGHÁLSI 3-110 REYKJAVÍK • SÍMI 91-685320 • FAX 91-674270

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.