Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1992, Qupperneq 39

Ægir - 01.03.1992, Qupperneq 39
3/92 ÆGIR 147 Löggildingarstofan Löggildingarstofan var stofnuð 1. janúar árið 1919 og er því 73 ára. Hlutverk stof- unnar var frá byrjun eftirlit, prófanir og löggildingar voga og mælitækja og var þá auk voganna átt við vogarlóð, metrakvarða og mæliker bæði fyrir fasta og fljótandi vöru. í dag eru flestar vogir með kraftnema og með rafeindabúnaði fyrir aflestur. Minna er um beinar rúmtaksmælingar en meira um rennslismæla með teljara, eins og t.d. bensín- dælur og vatnsmæla. Starfshættir Löggildingarstofunnar hafa því eðlilega breyst í tímans rás. Einmitt nú standa þó yfir miklar breytingar á starfseminni og er það ekki vegna fram- fara í mælitækni heldur fremur vegna aukinnar samræmingar iðnaðarþjóða á löggjöf sinni, vegna aukinnar notkunar staðla og vegna niðurfellingar tæknilegra viðskiptahindr- ana milli landa. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur einkum þurft að fást við þennan málaflokk og hefur ákveðið að breyta og auka við starfsvið Löggildingarstofunnar til að mæta nýjum þörfum. Löggildingarstofan skal hafa a.m.k. tvær deildir, faggildingardeild og mælifræði- deild. Ekki verður fjallað um verkefni faggildingardeildarinnar hér, en verkefnum mæli- fræðideildarinnar má skipta í tvennt og sér eftirlitsdeild um annan þáttinn og kvörðunar- stofa um hinn. Eftirlitið er framhald af því hlutverki sem stofan hefur haft frá stofnun, en þó með mikilli aðlögun að samræmdum mælitæknilegum kröfum Evrópulanda og reyndar einnig kröfum alþjóðastofnana eins og OIML (Alþjóða lögmælifræðistofnunin). Þetta eftirlit byggir á því að viss mælitæki er skylt að taka út eða löggilda samkvæmt lögum og reglu- gerðum til þess að tryggja megi rétt hins almenna borgara og reyndar allra aðila í við- skiptum sem fram fara samkvæmt einhverjum mælingum. Kvörðunarstofan fylgist með mælitækjum eftirlitsdeildar, en býður annars almenna þjónustu, einkum með gæðakerfi og prófunarstofur í huga. Fagsvið kvörðunarstofu eru enn sem komið er massi, rúmmál og hitastig. Stefnt er að því að bæta við kvörðunum fyrir lengd og hugsanlega fleiri sviðum, en nú er unnið að endurnýjun tækjabúnaðar og hús- næðis. Þessi þjónusta verður í samkeppni við fjölda aðila í nágrannalöndum okkar og hugsanlega einhverja innlenda aðila. Eitt mikilvægasta hlutverk Löggildingarstofunnar er öflun, varðveisla og viðhald 'andsmælistaðlanna, en það er sú viðmiðun sem allar mælingar á sömu fagsviðum byggja a ef mælitækin hafa ekki beinni tengsl við hina alþjóðlegu frummælistaðla. Dæmi þessu hl skýringar er kílógrammlóðið í Sévres í París, sem er alþjóðlegi frummælistaðallinn fyrir massaeininguna kg. Hjá SP í Svíþjóð er eftirmynd af Parísareintakinu og okkar kíló- grammlóð hefur verið borið saman við eintak Svíanna. Nýtt frumvarp til laga er nú í vinnslu um þessi mál hjá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- lnu- Forstöðumaður Löggildingarstofunnar er Sigurður Axelsson og starfsmenn eru 11. Með kveðju LÖGGILDINGARSTOFAN SlÐUMÚLA 13 • REYKJAVÍK • SÍMI 68 11 22

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.