Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1992, Blaðsíða 11

Ægir - 01.08.1992, Blaðsíða 11
8/92 ÆGIR 403 °g útgáfa ýmissa sérveiðileyfa. Fiskistofa gefur síöan út árlegt aflamark til þeirra skipa sem veiðileyfi fá og annast innheimtu á þeim gjöldum sem tengjast út- gáfu leyfanna og aflamarksins. Fiskistofa annast allan flutning á aflamarki og aflahlutdeild á milli sRipa og annnast alla öflun upp- lýsinga um landaðan afla ein- stakra fiskiskipa. Jafnframt annast Fiskistofa söfnun og skráningu allra annarra skýrslna sem krafist er á hverjum tíma, hvort sem það er vegna stjórnunar fiskveiða, í þágu Hafrannsóknastofnunar eða öflunar annarra tölulegra upplýs- 'nga um sjávarútvegsmál. B. Veiðieftirlit um borð í fiski- skipum og í löndunarhöfnum. Hér er um að ræða eftirlit um borð í sjálfum veiðiskipunum þar sem fylgst er með veiðum þeirra °g veiðarfærum. há er um að ræða eftirlit með afla og aflasam- setningu við löndun og eftirlit tneð framkvæmt vigtunar. Veiði- eftirlitsmenn Fiskistofu hafa með höndum eftirlit með því að ekki séu stundaðar óæskilegar veiðar innan fiskveiðilögsögunnar. Verði þeir varir við slíkar veiðar, s.s. veiðar á smáfiski, tilkynna þeir það til Hafrannsóknastofnunar sem lögum samkvæmt hefur heimild til að loka veiðisvæðum í allt að sjö daga. C. Fiskistofa rekur tölvudeild sem tekur við öllum upplýsingum sem safnað er um afla allra fiski- Guðný Jökulsdóttir, einn af nýjum starfsmönnum Fiskistofu. Guðný mun hafa umsjón með bókhaldinu. Ljósm.: J.S. skipa, samsetningu hans og ráð- stöfun. í gagnagrunni tölvudeildar Fiskistofu eru allar þær upplýsing- ar sem Hafrannsóknastofnun byggir sína starfsemi á auk tölu- legra upplýsinga um sjávarútvegs- mál sem eru undirstaða stjórnun- ar fiskveiða í ráðuneyti og í Fiski- stofu. Tölvudeild Fiskistofu rekur auk þess tölvukerfi Hafrannsókna- stofnunar og sjávarútvegsráðu- neytisins, bæði hvað snertir hug- búnað og vélbúnað. Samliggjandi húsnæði þessara þriggja stofnana gerir þetta unnt og ávinningunnn liggur í samtengingu þeirra í sama gagnagrunni auk samnýtingar starfsfólks og tækjabúnaðar. D. Gert er ráð fyrir því að um áramótin 1992/1993 verði opin- Tafla 1 Stöður í Fiskistofu og flutningur frá öðrum stofnunum Stöður Úr veiðieftirliti sjávarútvegsráðuneytisins flytjast alls Úr ráðuneyti flytjast alls Úr Hafrannsóknastofnun flytjast alls Úr Ríkismati sjávarafurða flytjast alls •'••Mjmau sjavaiaiui Hýjar stöóur verða alls 23 4 8 13 14 bert vald Ríkismats sjávarafurða fært til Fiskistofu. Þá mun Fiski- stofa veita sjávarútvegsfyrirtækj- um vinnsluleyfi og útflutnings- númer að uppfylltum skilyrðum um meðferð sjávarafurða, búnað allan og eftirlit með framleiðsl- unni. Einnig mun Fiskistofa þá veita starfsleyfi skoðunarstofum sem taka við ráðgjafar- og skoð- unarhlutverki Ríkismatsins. Skoð- unarstofur þessar munu starfa sem einkafyrirtæki en Fiskistofa mun fylgjast með starfsemi þeirra og því að þær uppfylli jafnan þau skilyrði sem Fiskistofa setur starfs- leyfinu. Starfsfólk Fiskistofu Pegar Ríkismat sjávarafurða hefur verið lagt niður og hinn op- inberi þáttur starfsemi þess fluttur til Fiskistofu, er gert ráð fyrir því að starfsfólk Fiskistofu verði í alls 62 stöðum. í töflu 1 sést hvernig þær verða skipaðar. Á móti þeim 14 nýju stöðum sem verða hjá Fiskistofu verður lögö niður 21 staða hjá Ríkismati sjávarafurða þannig að við þær skipulagsbreytingar sem stofnun Fiskistofu felur í sér mun opinber- um starfsmönnum fækka um 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.