Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1992, Blaðsíða 12

Ægir - 01.08.1992, Blaðsíða 12
404 ÆGIR 8/92 Þórólfur Antonsson, Guðni Guðbergsson og Sigurður Guðjónsson: Sveiflur f veiði og nýliðun fiskstofna Inngangur Hin síðari ár hefur farið fram mikil umræóa um sveiflur í stofnum ýmissa tegunda sjávar- og ferskvatnsfiska og ýmsar skoðanir komið fram um or- sakir þeirra. Bent hefur verið á samhengi í þessum sveiflum á milli ólíkra fiskistofna (Dennis L. Scarnecchia 1984, Guðni Guðbergsson 1989, Svend Aage Malmberg 1992 og Jakob Jakobsson 1992). Það bendir aftur til þess að sameiginlegir umhverfisþættir verki á vist- kerfið í heild. Aðrir hafa viljað skýra þessar sveiflur með því að of langt sé gengið í veiðum á fiskistofnunum, sér- staklega hrygningarfiski. Nýliðun verði þá ekki næg, og þar sem miklar líkur eru á að hún sé háð stærð hrygningarstofns þurfi að byggja stofna upp, með friðun, til þess að hámarksafrakstur náist (Fjölrit Haf- rannsóknastofnunar nr. 29). Þá eru uppi skoðanir um það að fiskstofnar ofbjóði sjálfum sér, þ.e. að of mikil nýliðun verði til þess að fæða verði takmörkuð á hvern einstakling og sjálfsaf- rán stærri fiskjar á minni aukist. Það veldur síðan felli eða hruni þegar fjölgun er orðin of mikil eða fæða minnkar. Ráðið við því sé að halda stofninum og þá sérstaklega ungviðinu niðri með veiðum. Þannig haldist vaxtarhraði alltaf meiri hjá þeim ein- staklingum stofnsins sem eftir eru og náttúruleg dán- artala lækki (Jón Kristjánsson 1990 og 1991). Þessi grein er innlegg í þessa umræðu. Hér verður sýnt fram á samhengi í sveiflum ýmissa stofna, svo sem laxastofna á N- og NA-landi, urriða-, bitmýs- og húsandarstofna í Laxá í Þingeyjarsýslu, auk loðnu og þorsks. Stærð hrygningarstofns eða afkoma seiða klakárið virðist ekki ráða árgangastyrk umræddra fiskistofna, heldur afkoma þeirra nokkur fyrstu ævi- árin, sem aftur ræðst fyrst og fremst af umhverfisað- stæðum. Loks er um það fjallað hvernig nýta megi skammlífari tegundir fiska (t.d. loðnu og lax) til þess að spá um þróun í stofnum langlífari tegunda (t.d. þorsks). Aðferðir Við mat á stærð laxastofna voru veiðitölur lagðar til grundvallar en í laxveiði hefur fjöldi og stæró laxa verið einstaklingsskráð um árabil (Guðni GuðbergS' son og Friðþjófur Árnason 1992). Laxveiðinni í við- komandi ám var skipt niður, fyrir hvert ár í veióL 1 smálax (1 árs lax úr sjó) og stórlax (2 ára lax úr sjó)- Veiði á smálaxi (árið n) var lögð við veiði á stórlaX' (árið n+1) og það samanlagt fært á árið sem seiö|r1 gengu út (árið n-1). Þriggja ára laxi úr sjó var slepp1, enda um óverulegt magn að ræða. Laxveiðitölurnai' miðast því allar við hvað mikið veiddist úr hverjum hópi gönguseiða. Miðað var við veiði á tímabilmu 1972-1991, þar sem skráning á laxveiði er þá taNn vera komin í sambærilegt horf og fjöldi stanga (sókn- in) er nánast óbreytt yfir þennan tíma. Veiðin endur- speglar því stofnstærðina hverju sinni. Seiðamat á 2 ára laxaseiðum í Vesturdalsá, Selá og Hofsá var fengið úr rannsóknum Veiðimálastofnunat tímabilið 1979-1991 (Þórólfur Antonsson og Sigur ur Guðjónsson 1992a, 1992b og 1992c). Þar va^ reiknaður fjöldi 2 ára laxaseiða í ánum á hverja m2. .. Gagna um loðnu- og þorskveiði var leitað í fjöjrlíl Hafrannsóknastofnunar nr. 25 (Nytjastofnar sjáva[ og umhverfisþættir 1991 - Aflahorfur fiskveiðiári 1991/92) og fjölriti nr. 26 (Hjálmar Vilhjálmss011 1"1). jó Loðnuaflinn á haustvertíð (árið n) var lagður VD. vetrarvertíðarafla (árið n+D, þar sem um göngur sömu aldurshópum er um að ræða. Síðan var aflan um (þyngd í tonnum) skipt niður f 3 og 4 ára lo0' (2 og 3 ára fyrir áramót). Fimm ára loðnu var slepP ’ enda óverulegur hluti aflans. Loks var afli 3 loðnu (árið n) lagður viö afla 4 ára loðnu (árið n+ ^ Þá sést hvað hver árgangur hefur gefið af ser- haustvertíð 1982 og vetrarvertíð 1983 var enginn a og var þá notað stofnstærðarmat í stað afla. j Hvað þorskinn varðar, var tekinn fjöldi veiddra^ ára þorska (árið n) og hann margfaldaður með me
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.