Ægir - 01.08.1992, Blaðsíða 36
428
ÆGIR
8/92
NÝ m
FISKISKIP U/
/ þessu tölublaði Ægis birtast iýsingar af Tjaldi SH 270 og Lísu Maríu ÓF 26, tveimur stærstu sérhæfðu
línuveiðiskipum flotans, bæði búin Mustad línuvélasamstæðu, en með gjörólíku fyrirkomulagi. Tjaldur SH er
nýsmíði með búnað til heilfrystingar og saltfiskverkunar, en Lísa María ÓF er innflutt skip með búnað til flaka-
vinnslu, heilfrystingar og saltfiskverkunar.
Tjaldur SH 270
22. ágúst var Tjaldur SH 270 afhentur frá skipa-
smíðastöðinni Solstrand Slip & Baatbyggeri A/S,
Tomrefjord í Noregi, en skipið kom til heimahafnar á
Rifi 1. september. Skipið er nýsmíði nr. 58 hjá Sol-
strand, en skrokkur skipsins er smíðaður hjá Salt-
hammer Baatbyggeri A/S í Vestnes.
Tjaldur SH er þriðja skipið frá umræddri stöð í ís-
lenska fiskiskipaflotanum, hin fyrri eru Ásgeir Frí-
manns ÓF 21 (sjá 11. tbl. ‘90) og Skotta HF 172 (6.
tbl. 92), en bæði þessi skip voru keypt notuð. Þess
má geta að Tjaldur er hið fyrra af tveimur systurskip-
um, sem útgerð skipsins samdi um á sl. ári og er síð-
ara skipið væntanlegt síðar á þessu ári.
Skipið, sem er hannað hjá Solstrand Slip & Baat-
byggeri, er tveggja þilfara sérhæft línuveiðiskip með
línuvélasamstæðu og búnað til heilfrystingar og salt-
fiskverkunar og er í reynd fyrsta sérhæfða tveggja þil-
fara línuveiðiskipið sem smíðað er fyrir íslendinga.
Tjaldur SH kemur í stað tveggja trébáta, þ.e. Val-
esku EA 417 (263) og Brynjólfs SH 370 (225), en auk
þess hverfur úr rekstri lítill trébátur.
Tjaldur SH er í eigu Kristjáns Guðmundssonar hf.,
Rifi. Skipstjóri á skipinu er Jóhann R. Kristinsson og
yfirvélstjóri Valdimar Jónsson. Framkvæmdastjóri út-
gerðar er Guðmundur Kristjánsson.
Almenn lýsing:
Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og
undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki * 1A1, Fis-
hing Vessel, lceC, * MV. Skipið er með tvö heil þil-
för stafna á milli, perustefni og gafllaga skut, hvalbak
að framan og yfirbyggingu að aftan, þ.e. íbúðarhæð
og brú á reisn fremst á henni. Skipið er búið til línu-
veiða (með netaveiðimöguleika) og með búnað til
heilfrystingar og saltfiskverkunar.
Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórurn
vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rými, tal'
íraman frá: Stafnhylki fyrir t'erskvatn; tvískipta je5t
með hliðarskrúfurými fremst og botngeymum fyr|r
brennsluolíu; vélarúm með síóugeymum fVrir
brennsluolíu; beitufrysti og aftast skutgeyma f>'rir
ferskvatn.
Fremst á neðra þilfari er stafnhylki, þá tveir frysf'
klefar, en þar fyrir aftan vinnuþilfar með Iínudráttar
klefa fremst s.b.-megin. Aftast á neðra þilfari er li'nU'
gangur s.b.-megin og íbúðarými til hliðar viö hanf
og lagningarrými aftast.
Fremst á efra þilfari er lokað hvalbaksrými. Fremst
í því er geymsla, keðjukassar og rými fyrir vökva
dælukerfi, og frystivélarými aftantil. Aftantil á etra
þilfari er íbúðarými með andveltigeymi frá Ulste|ri
fremst.
Mesta lengd.......................... 43.21 111
Lengd milli lóðlína (HVL)............ 39.00 m
Lengd milli lóólfna (perukverk)... 37.50 m
Breidd (mótuð)........................ 9.00 m
Dýpt að efra þilfari.................. 6.80 m
Dýpt að neðra þilfari................. 4.30 m
Eigin þyngd............................ 537 t
Særými (djúprista 4.30 m).............. 960 t
Burðargeta (djúprista 4.30 m)..... 423 t
Lestarými.............................. 415 m
Beitufrystir............................ 58 m^
Brennsluolíugeymar (m/daggeymi) 106.2 m^
Ferskvatnsgeymar...................... 34.6 m
Andveltigeymir (sjókjölfesta)..... 32.0 m
Tonnatala.............................. 688 Bt
Rúmlestatala........................... 412 br
Ganghraði (reynslusigling)............ 12.2 I111
Skipaskrárnúmer....................... 2158