Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1992, Blaðsíða 52

Ægir - 01.08.1992, Blaðsíða 52
444 ÆGIR 8/92 REYTINGUR Kanada, útflutningur sjávaraf- urða janúar-maí Nýlega bárust Ægi kanadískar hagtölur yfir útflutning sjávaraf- urða fimm fyrstu mánuði ársins 1992. Samkvæmt þeim tölum hefur útflutningur sjávarafurða t'rá Kanada dregist saman að magni og verðmæti frá fyrra ári. Útflutn- ingur Kanadamanna á sjávaraf- urðum jan.-maí 1991 nam 206.797 tonnum og að verðmæti var útflutningurinn 875.6 milljón- ir dollarar (Kanadadollarar). Fyrstu fimm mánuði ársins 1992 fluttu Kanadamenn út 193.951 tonn af sjávarafurðum fyrir 841.9 milljónir dollara, sem var 3.9% samdráttur verðmæta. Skipting útflutningsverðmæta sjávarafurða frá Kanada eftir helstu viðskiptalöndum jan.-maí árið 1992 var þannig að til Bandaríkjanna voru flutt rúmlega 126 þúsund tonn að verðmæti 522.9 milljónir dollara, eða 62% útflutningsverðmæta. Á sama tíma árið áður var útflutningur sjávarafurða frá Kanada til Banda- ríkjanna rúmlega 65% af útflutn- ingsverðmætum sjávarafurða. Hækkandi gengi Evrópugjald- miðla gagnvart Bandaríkjadollar á fyrri hluta ársins hafði því sömu áhrif á kanadíska útflytjendur sjávarafurða og á þá íslensku, þannig óx útflutningsaverðmæti kanadískra sjávarafurða á Evrópu- markað þrátt fyrir samdrátt í heildarútflutningsverðmætum. Til landa Evrópubandalagsins fluttu kanadískir útflytjendur sjávaraf- urðir fyrir 156.8 milljónir dollara jan.-maí 1992 á móti 145.9 millj- óna dollara útflutningsverðmæti á Evrópubandalagið á sama tímabili árið áður. Að öðru leyti eru Jap- anir helstu kaupendur sjávaraf- urða frá Kanada, en þangað voru fluttar sjávarafurðir fyrir 89.4 milljónir dollara fyrstu fimm mán- uði ársins sem var svipað útflutn- ingsverðmæti og árið áður. Til Japans einkennist útflutning- ur sjávarafurða frá Kanada mest af Kyrrhafslaxi, ýmsum tegundum krabba- og skeldýra og af loðnu- og síldarafurðum. Bandaríkin kaupa mest af botnfiski, en um Bandaríkin gildir jafnt og um Evr- ópubandalagið að flestar tegundir kanadískra sjávarafurða eru seldar þangað í einhverjum mæli. Auk stóru markaðssvæðanna, EB, Bandaríkjanna og Japan, er S-Am- eríka mikilvægur markaður kanadískra sjávarafurða en þang- að eru einkum fluttar saltaðar og hertar afurðir. Fiskafli við Kanada janúar-mars 1992 Heildarafli Kanadamanna fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs nam 173.806 tonnum á móti 171.353 tonnum sömu mánuði í fyrra. Þar af komu 125.790 tonn á land á austurströndinni, en á Kyrrahafsströnd Kanada var aflinn 48.016 tonn. Aflinn á vestur- ströndinni jókst um tæp 11 þús- und tonn frá sama tímabili 1991, en afli úr Atlantshafi dróst saman um tæp 8 þúsund tonn. Tæplega 12 þúsund tonna samdráttur var í afla þorsks úr Atlantshafi, en eins og menn muna voru þorskveiðar bannaðar að miklu leyti við aust- uströnd Kanada snemma f vor. horskaflinn nam 53.425 tonnum jan.-mars 1992, en var 65.057 tonn árið áður, en það var 18% samdráttur að magni milli ára. Ýsu- og karfaafli við Kanada óx nokkuð jan.-mars 1992 frá sama tímabili árið áður. Af ýsu var afl- inn 5.320 tonn fyrstu þrjá mánuð- ina og af karfa veiddust 27.874 tonn. Humar- og skelfiskafli dróst einnig saman frá fyrra ári og sömuleiðis var síldaraflinn minni. Afli ýmissa óskilgreindra tegunda jókst að miklum mun við Kanada milli ára og má draga þær ályW' anir af að Kanadamenn í sar,ia máta og íslendingar reyni að baata sér upp minni fiskgengd rne sókn í áður vannýttar tegundir. Offjárfesting í sjávarútvegi? Frá haustdögum 1991 hafa al margir orðið til að tjá sig urn hættulega skuldastöðu sjávarul vegsins og bent í því sambandi a að heildarskuldir íslensks sjávat útvegs nemi nú 95 milIjörðum króna meðan árlegar tekjur at vinnugreinarinnar séu einung1® 75 milljarðar króna. Fullyrt er a þessar staðreyndir lýsi einar ser hve hættulega atvinnugreinin er komin. Ekki skal dregið úr því der að flest væri betur komið hjá |S lenskri þjóð ef skuldabaggi henn ar erlendis væri horfinn og nok ur inneign komin í staðinn. Hit^ er hinsvegar fráleitt að ætla að Þ° skuldir fyrirtækis eða atvinnn greinar séu hærri en tekjurnar a það eitt og sér segi nokkurn skap aðan hlut um arðsemi fjár sel11 bundinn er í viðkomandi atvinn11 grein eða fyrirtæki. ,. Hreinn innlendur virðisa^ 1 sem skapast árlega í íslensknH sjávarútvegi er á sjöunda ^ milljarða króna og nemur u.þ- ■ tveim þriðju af skuldum atvinn11 greinarinnar. Til samanburðar n £ nefna að innlendur virðisauki s árlega skapast í rekstri Landsvif unar er einungis lítið brot af ar legum virðisauka í sjávarútveg^ en fjárbinding í Landsvirkjunl ,r,ú ekki standa fjárbindingu í sjaV útvegi langt að baki. Þannig ia^ skuldir Landsvirkjunar ver' sexfalt hærri en tekjur fyrirtæ ins og gildir um margar aórar vinnugreinar. Um sjávarútveg' má raunar segja að enn eru te ) óvenjulega miklar miðað vió tj magn sem í hann hefur verió la§ Framhald á bls■ 41?-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.