Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1992, Blaðsíða 14

Ægir - 01.08.1992, Blaðsíða 14
406 ÆGIR 8/92 mynd og tafla 3). Laxaseiðin úr Vopnafjarðaránum ganga að mestu leyti til sjávar 3 og 4 ára gömul. Et' bornar eru saman veiðitölur og seiðaárgangar (1. og 4. mynd), þar sem 2 ára seiðum er hliðrað fram um 1-2 ár, kemur í Ijós að toppar og lægðir í styrkleika seiðaárganga og veiði úr þeim sömu árgöngum síðar standast ekki á. Tölfræðisamanburður á milli þessara þátta er erfiður þar sem jafngömul seiði ganga ekki öll út sama árið. Þetta bendir þó til mjög mismun- andi affalla í sjó þar sem annars ættu sterkir seiðaár- gangar að gefa góða veiói og veikir árgangar litla veiði, sem ekki er reyndin. Erfitt er því að áætla lax- veiði eitt til tvö ár fram í tímann út frá fjölda göngu- seiða einum saman. 2. mynd Veiði á smálaxi (árið n) lögð við veiði á stórlaxi árið eftir (n+1) og það samanlagt fært á göngu- seiðaárió (n-1), í þremur ám á Norðurlandi. Þegar hér er komið, liggur því fyrir að það virðist vera sameiginleg sveifla í urriðastofni í Efri-Laxá sern elur allan sinn aldur í ferskvatni og laxastofnum sem hafa seiðastig í ferskvatni og fullorðinsstig í sjó. Jatn- vel andarstofn og fæða hans (bitmý), sýna sömu sveiflu. Þetta beindi athygli að fiskistofnum sem lita eingöngu í sjó. Þegar reiknað hafði verið út hvað hver loðnuar- gangur hafði gefið í veiði (sjá aðferðakafla) var hann færður á annað ár (þ.e. árið sem hann var 1+). Veiði á 4 og 5 ára þorski úr sama árgangi var lögð saman (sjá aðferðarkafla) og hver árgangur færður á fjórða ár (árið sem hann var 3+) (5. og 6. mynd). Vió töl- fræðilegan samanburð var allmikil fylgni í veiði þessara fiskistofna við veiðitölur úr títtnefndum þremur laxveióiám í Vopnafirði (tafla 4). Sven Aage Malmberg (1992) hefur einnig sýnt fram á sterka fylgni milli loðnu, endurheimtna á laxi frá hafbeitar' stöðvum og meðalþyngdar á 5 ára þorski. Allt þetta bendir sterklega til að það séu einhverjit ytri áhrifaþættir sem valda sameiginlegum sveiflum 1 svo mörgum ólíkum dýrastofnum. í því sambandi er jafnan talið að orsakaröðin sé magn hlýsjávar sem streymi fyrir Vestfirði og inn á norður- og austurmið' in, sem hafi áhrif á eðlisþyngdardreifingu sjávar og þar með magn uppblandaðra næringarefna. Naering' 3. mynd Veiði á urriða í Efri-Laxá í Þingeyjarsýslu, hliðrað aftur um eitt ár, og fjöldi húsandarunga í sömu a (e. Árna Einarssyni 1990). Fjöldl 5000 4500 4000 3500 3000 2500 2000 1500 1000 500 Fjöldi 900 800 700 600 500 400 300 200 100 i (Urriöi) 111111 Efri-Laxá (Húsöi ind) ll i11.li
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.