Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1992, Síða 14

Ægir - 01.08.1992, Síða 14
406 ÆGIR 8/92 mynd og tafla 3). Laxaseiðin úr Vopnafjarðaránum ganga að mestu leyti til sjávar 3 og 4 ára gömul. Et' bornar eru saman veiðitölur og seiðaárgangar (1. og 4. mynd), þar sem 2 ára seiðum er hliðrað fram um 1-2 ár, kemur í Ijós að toppar og lægðir í styrkleika seiðaárganga og veiði úr þeim sömu árgöngum síðar standast ekki á. Tölfræðisamanburður á milli þessara þátta er erfiður þar sem jafngömul seiði ganga ekki öll út sama árið. Þetta bendir þó til mjög mismun- andi affalla í sjó þar sem annars ættu sterkir seiðaár- gangar að gefa góða veiói og veikir árgangar litla veiði, sem ekki er reyndin. Erfitt er því að áætla lax- veiði eitt til tvö ár fram í tímann út frá fjölda göngu- seiða einum saman. 2. mynd Veiði á smálaxi (árið n) lögð við veiði á stórlaxi árið eftir (n+1) og það samanlagt fært á göngu- seiðaárió (n-1), í þremur ám á Norðurlandi. Þegar hér er komið, liggur því fyrir að það virðist vera sameiginleg sveifla í urriðastofni í Efri-Laxá sern elur allan sinn aldur í ferskvatni og laxastofnum sem hafa seiðastig í ferskvatni og fullorðinsstig í sjó. Jatn- vel andarstofn og fæða hans (bitmý), sýna sömu sveiflu. Þetta beindi athygli að fiskistofnum sem lita eingöngu í sjó. Þegar reiknað hafði verið út hvað hver loðnuar- gangur hafði gefið í veiði (sjá aðferðakafla) var hann færður á annað ár (þ.e. árið sem hann var 1+). Veiði á 4 og 5 ára þorski úr sama árgangi var lögð saman (sjá aðferðarkafla) og hver árgangur færður á fjórða ár (árið sem hann var 3+) (5. og 6. mynd). Vió töl- fræðilegan samanburð var allmikil fylgni í veiði þessara fiskistofna við veiðitölur úr títtnefndum þremur laxveióiám í Vopnafirði (tafla 4). Sven Aage Malmberg (1992) hefur einnig sýnt fram á sterka fylgni milli loðnu, endurheimtna á laxi frá hafbeitar' stöðvum og meðalþyngdar á 5 ára þorski. Allt þetta bendir sterklega til að það séu einhverjit ytri áhrifaþættir sem valda sameiginlegum sveiflum 1 svo mörgum ólíkum dýrastofnum. í því sambandi er jafnan talið að orsakaröðin sé magn hlýsjávar sem streymi fyrir Vestfirði og inn á norður- og austurmið' in, sem hafi áhrif á eðlisþyngdardreifingu sjávar og þar með magn uppblandaðra næringarefna. Naering' 3. mynd Veiði á urriða í Efri-Laxá í Þingeyjarsýslu, hliðrað aftur um eitt ár, og fjöldi húsandarunga í sömu a (e. Árna Einarssyni 1990). Fjöldl 5000 4500 4000 3500 3000 2500 2000 1500 1000 500 Fjöldi 900 800 700 600 500 400 300 200 100 i (Urriöi) 111111 Efri-Laxá (Húsöi ind) ll i11.li

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.