Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1992, Blaðsíða 24

Ægir - 01.08.1992, Blaðsíða 24
416 ÆGIR 8/92 LÖG O G REGLUGERÐIR REGLUGERÐ um leyfi til fullvinnslu botnfisk- afla um borð í veiðiskipum. (Nr. 304 og 314.) Fullvinnsla 1. gr. Óheimilt er að fullvinna botn- fiskafla um borð í veiðiskipum án sérstaks leyfis ráðuneytisins. Leyfi skulu veitt fyrir hvert fiskveiðiár. Það telst fullvinnsla í þessu sam- bandi ef flökun eða flatning botn- fisks er þáttur í vinnslunni. Ákvæði þessi taka ekki til báta minni en 20 brúttótonn er stunda línu- og handfæraveiðar og fletja eða salta aflann um borð. Kröfur til fullvinnsluskipa. 2. gr. Skipum, sem leyfi hafa til full- vinnslu afla um borð, er óheimilt að fleygja fiski, fiskhlutum eða fiskúrgangi fyrir borð. Er skylt að koma með að landi allan afla þessara skipa, þar á meðal það sem til fellur við vinnsluna, svo sem hryggi, afskurð, hausa, inn- yfli eða afurðir unnar úr þeim. Er óheimilt að veita skipum vinnslu- leyfi nema aðstaða sé um borð til að fullnægja þessum kröt'um og nýta aflann með fullnægjandi hætti. 3. gr. Áður en ráðuneytið veitir leyfi til fullvinnslu um borð í veiðiskipi sbr. 1. gr. skal Iiggja fyrir að eftir- greindum skilyrðum varðandi búnað vinnsluskips sé fullnægt: 1. Að móttaka og aðgerðarrými séu einangruð frá vélarrúmi. 2. Að aðstaða sé til að þvo allan fisk eftir slægingu. 3. Að mögulegt sé að kæla fisk sem bíður vinnslu með ís eða með öðruni viðurkenndum aðferðum þannig að unnt sé að halda hitastigi hans undir 4 gráðum. 4. Að fjöldi og fyrirkomulag blóðgunarkara sé með þeim hætti að auðvelt sé að teg- undaflokka og halda mismun- andi tegundum aðskildum fyr- ir vinnslu. Einnig að stærð og fyrirkomulag á hverju keri sé með þeim hætti að fiskur sem bíður vinnslu verði ekki fyrir þrýstiskemmdum eða öðru hnjaski. 5. Að fiskvinnsluvélar gefi mögu- leika til hámarksnýtingar hrá- efnis í aðalafurðir og aukaaf- urðir miðað við þá tækni sem fyrir hendi er þegar leyfi er veitt. 6. Að hægt sé að stjórna hitastigi f lest veiðiskipa. Skal síritandi hitamælir skrá hitastig þar sem fiskafurðir eru geymdar. 4. gr. Áður en leyfi til vinnslu botn- fiskafla um borð í veiðiskipi er veitt skal útgerð skips leggja fyrir nákvæma greinargerð um hvernig staðið verði að vinnslu, innra eft- irliti og nýtingu afla um borð þannig að ákvæðum 2. og 3. gr. sé fullnægt. Skulu m.a. koma fram upplýsingar um eftirfarandi atriði: 1. Vinnsluaðferðir, vinnslunýt- ingar, nýtingu aukaafurða og fyrirkomulag vinnslu um borð. 2. Fjölda og stærð geymslukara undir afla sem bíður vinnslu. 3. Frystigetu fyrir aðalafurðir og aukaafurðir. 4. Stærð fiskilesta ásamt upplýs- ingum um búnað og geymslu- rými vegna nýtingar á fiskúr- gangi. 5. Mannaflaþörf og lengd veiði- ferða. Framkvæmd og eftirlit. 5. gr. Það er skilyrði fyrir veitingu leyfis til fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipi að fjöldi i a- höfn sé nægilegur til að vinna afla á fullnægjandi hátt að teknu tillit' til áskilins hvíldartíma. Við mat á þessu atriði skal tekið tillit til veiðigetu skipsins, gerðar þess og fyrirkomulags vinnslunnar um borð. Það er ennfremur skilyrði fyrir veitingu leyfis til fullvinnslu botn- fiskafla að fyrir hendi sé sérstök hvíla fyrir hvern mann í áhöín skips og eftirlitsmann sbr. 7. gr- 6- gr. . .. í áhöfn skipa, sem fá leyfi {l1 fullvinnslu botnfiskafla, skal vera maður með sérþekkingu á vinnslu um borð í veiðiskipum, sem um- sjón hefur með ailri vinnslu og innra eftirliti. Hann skal sjá og um að öll skráning um vinnslu og mælingar á nýtingu séu sam- kvæmt gildandi reglum. í umsókn um leyfi til fullvinnslu botnfiskafla skal tilgreina þann sem annast skal gæðastjórn og 11' greina reynslu hans og menntun a því sviði. 7- gr- . et Útgerðir skipa, sem hyggPs stunda fullvinnslu, skulu senda sjávarútvegsráðuneytinu umsókn um slíkt leyfi. Eldri fullvinnsluskip sbr. 10. gr. skulu sækja um leVTI fyrir 1. október 1992. Áður en ráðuneytið tekur a stöðu til umsóknar um leyf' 11, fullvinnslu botnfiskafla um borð 1 veiðiskipi skal það leita umsagnar Ríkismats sjávarafurða hvort fu nægt sé þeim skilyrðum sem se eru í 3. og 4. gr. reglugerðar þesS arar og öðrum reglum sem var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.