Ægir - 01.08.1992, Blaðsíða 42
434
ÆGIR
8/92
Lísa Maria ÓF 26
Nýtt fiskiskip bættist við flotann 10. júní sl., en þann
dag kom Lísa María ÓF 26 í fyrsta sinn til heimahafn-
ar sinnar, Ólafsfjarðar. Lísa María ÓF 26 er keypt not-
uð til landsins og bar upphaflega sama nafn (Liisa
Maria). Skipið er smíðað árið 1988 (afhent í júlí) fyrir
Norðmenn hjá skipasmíðastöðinni Estaleiros Sao
Jacinto, Aveiro í Portúgal, smíðanúmer 166 hjá stöð-
inni. Skipið er hannað af Barlindhaug Ship A/S
(Polarkonsult A/S) sem sérhæft línuveiðiskip, en með
skuttogarafyrirkomulagi upp á möguleika á breyting-
um til togveiða. Lísa María ÓF er frystiskip með
flakavinnslu og saltfiskverkun og er skrokkstærsta
línuveiðiskip flotans.
Á móti Lísu Maríu falla úr flotanum Stakkavík 4#
(1036) og Sólfell EA (161), auk þess litlir dekkbátar.
Lísa María ÓF er í eigu Sædísar hf., Ólafsfirf'-
Skipstjóri á skipinu er Númi Jóhannsson og yfitvél'
stjóri Magnús Lórenzson. Framkvæmdastjóri útgerðaf
er Gunnar Þór Magnússon.
Almenn lýsing:
Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum °§
undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki * 1A1,
hing Vessel, lce C, * MV. Skipið er með tvö heil Þ',
för milli staína, perustefni, gafllaga skut, hvalbak a
fremri hluta efra þilfars og íbúðarhæð og brú aftanti
á hvalbaksþilt'ari.
Lísa María ÓF 26 í heimahöfn. Ljósmynd: Snorri Snorrason.