Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1992, Blaðsíða 46

Ægir - 01.08.1992, Blaðsíða 46
438 ÆGIR 8/92 íbúðir: íbúðir eru fyrir 19 menn í átta 2ja manna klefum og þremur eins manns klefum. I íbúðarými á neðra þilfari er fremst s.b.-megin borðsalur og setustofa (samliggjandi), en b.b.-megin matvælageymslur (kælir og frystir) og eldhús. Aftast fyrir miðju er hlífðarfatageymsla með salernisklefa og sturtuklefa. í s.b.-þilfarshúsi á efra þilfari eru þrír 2ja manna klefar framantil, þá snyrting með salerni og sturtu og aftast einn 2ja manna klefi. í b.b.-þilfarshúsi eru tveir 2ja manna klefar og snyrting með salerni og sturtu. í íbúðarými á hvalbaksþilfari eru fremst s.b.-megin 2ja manna og eins manns klefi, en b.b.-megin íbúð skipstjóra, skipt í svefnklefa, setustofu og snyrtingu. Þar fyrir aftan, s.b.-megin, er 2ja manna klefi, snyrt- ing með salerni og sturtu en b.b.-megin íbúð yfirvél- stjóra, skipt í svefnklefa, setustofu og snyrtingu. Ibúðir eru einangraðar með steinull og klæddar með plasthúðuðum plötum. Vinnuþilfar (milliþilfarsrými): Vinnuþilfar fyrir fiskvinnslu og línuveiðar er á neðra þilfari og afmarkast af íbúðarými að framan og skut að aftan og er skipt í fremra rými fyrir fisk- vinnslu, auk dráttarklefa, og aftara rými fyrir línu- vélasamstæðu og beitufrysti. Framarlega s.b.-megin á vinnuþilfari er vökvaknú- in síðulúga fyrir Iínudrátt. Á skut er vökvaknúin lúga (þrískipt) fyrir línulagningu. í skipinu er búnaður til vinnslu og frystingar á afla, þ.e. bolfisklína fyrir flök, heiIfrystiIína og flatnings- lína. Færiband flytur aflann frá línudráttarklefa í mót- töku, aftan við klefa, þaðan sem aflinn fer í vinnslu- vélar, með tilheyrandi færibandakerfi, pökkun, vigt- un o.þ.h. í skipinu eru eftirtaldar Baader fiskvinnsluvélar: Ein 162 slægingar- og hausunarvél fyrir bolfisk, ein 189 flökunarvél fyrir bolfisk, ein 51 roðflettivél, ein 424 hausunarvél fyrir grálúðu og ein 440 flatnings- vél. Af öðrum búnaði má nefna Marel tölvuvog og Meiwa bindivél. Frystitækjabúnaður er frá APV Jackstone og sam- anstendur af einum láréttum 10 stöðva plötufrysti, af- köst 12 tonn á sólarhring og tveimur 20 stöðva lóð- réttum plötufrystum, afköst 7 tonn hvor á sólarhring. í skipinu er Mustad línuvélasamstæða fyrir EZ króka. Uppstokkunarvél af gerð SPC-10 er fremst s.b.-megin í rýminu, en línustokkar eru til hliðar við með rými fyrir 27000 króka. Aftast fyrir miðju er beitingarvél af gerð EMS-0. Beituskurðarvél (til að kljúfa beitu) er frá Stranda Motorverksted. B.b.-megin, til hliðar við rými fyrir línuvélasam- ■ ■ Fyrirkomulag línulúgu og útsýnlsstokks frá brú. stæðu, er einangruð og klædd beitugeymsla, uni 20 m3 að stærð, búin frystingu. Vinnslurými, og rými vegna línuveiða, eru eiri' angruð með polyurethan og klædd, vinnslurými (l°ft og síður) klætt með plasthúðuðum krossviði en lagn' ingsrými með glertrefjaplasti. Fiskilestar (frystiiestar): Lestarými er um 300 m3, skipt í tvær lestar me rennihurð á niilli, og búið fyrir frystingu (-30°C)- Lestar eru einangraðar með polyurethan og klæddar með glertrefjaplasti. Kæling er með kælileiðslum 1 lofti lesta. Lestum er skipt í hólf með álborðauppst'l' ingu. Eitt lestarop er aftantil á aftari lest, búið állúgm hlera á karmi. Lyfta er niður í fremri lest. Á efra Þ11' fari, upp af lestarlúgu á neðra þilfari, er losunarlúga með stálhlera á karmi. Fyrir affermingu er losunar- krani. Vindubúnaður, losunarbúnaður: Vindubúnaður er vökvaknúinn (háþrýstikerfi) tra Rapp Hydema A/S og er um að ræða línuvindu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.