Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1993, Síða 4

Ægir - 01.08.1993, Síða 4
ÚR FÓRUM FISKIMÁLA STJÓRA Fyrirtæki í sjávarútvegi eiga nú flest í rekstrarerfiðleikum, atvinnu- greinin er því í kreppu og svo er einnig með flestar atvinnugreinar okkar hér á íslandi. í slíku ástandi fara menn að huga að orsökum og hvað hefði getað komið í veg fyrir þetta ástand, hvað gæti bætt úr því og hvernig verði komist hjá slíku ástandi aftur. Þegar slíkum spurn- ingum er svarað er eðlilegt að horfa í kringum sig og skoða sömu at- vinnugreinar í mismunandi lönd- um. í nýju blaði sjávarútvegsfræði- nema við Háskólann á Akureyri, „Stafnbúa", eru athyglisverðar greinar. Þar segir Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvegsdeiidar Háskólans á Akureyri: „Betri af- koma fæst því eingöngu með hærra verði fyrir þann afla sem við höf- um og/eða lækkuðum tilkostnaði. Til að ná árangri þarf að stórauka tengsl framleiðslufyrirtækjanna við markaðinn. Nú þegar hráefnisverð er óstöðugt og mikið framboð frá nágrannaþjóðunum kemur í ljós kostur þess að framleiða vörur sem fara beint í verslanir. Þær vörur ATVINNULÍFIÐ OG ÞEKKINGlN hafa ekki lækkað í verði á sama hátt og hráefnið og minna unnar vörur hafa gert." Ennfremur segir Jón: „Til að ná hámarksarðsemi þarf að beita skipulögðum vinnu- brögðum á grundvelli þekkingar á viðfangsefninu. Eða með öðrum orðum: Við þurfum að auka þekk- ingu okkar á öllum liðum frá auð- lindinni (fiski og dýrastofnum í sjó) til neytandans sem að endingu greiðir fyrir framleiðsluna frá okk- ur. Þetta gerist einungis ef íslenskur sjávarútvegur kemst á sama þekk- ingarstig og þeir sem við eigum viðskipti við og erum í samkeppni við." Þá bendir Jón á í grein sinni að við séum matvælaframleiðendur og ef gerður sé samanburður við aðrar þjóðir horfi þær á sjávarútveg sem hvern annan iðnað. í hverju meðalstóru framleiðslufyrirtæki starfi þróunardeild sem hafi á að skipa vel menntuðu fólki er hafi það að aðalstarfa að þróa nýjar af- urðir og aðlaga afurðir að markað- inum á hverjum tíma. Því miður er þetta ekki gert á viðunandi hátt hér hjá okkur. Á öðrum stað í blaðinu er að finna grein eftir Ólaf Halldórsson framkvæmdastjóra Fiskeldis Eyja- fjarðar hf. Þar rekur Ólafur þróun fiskveiöa í heiminum síðustu ára- tugi og sýnir spá um fiskneyslu á næstu árum og áratugum. Þar er gert ráð fyrir að eftir 20 ár verði fiskneyslan um 100 millj. tonna og þar af verði um 30 millj. tonna úr fiskeldi. Ólafur bendir á að afli okkar íslendinga á neyslufiski hafi verið um 740 þús. tonn að meðal- tali á ári og fari minnkandi, hér- lendis sé hlutfall eldisafurða af sjávarafla aðeins um 0,1% °§ 1 verðmæti um 1,4%. Og Ólafur seg ir: „Ef svo heldur sem horfir mun ísland hverfa úr tölu þeirra þjóða- sem teljast stórar á sviði sjávaraf urða, og verð og eftirspurn á þelIT1 afurðum, sem við framleiðum, fer að lúta öðrum lögmálum en hing að til." Og í framhaldi bendir Ólaf ur á að það sé íslendingum brýn nauðsyn að taka þátt í tilraunum 1 fiskeldi og skapa grundvöll fyrir Þa atvinnugrein. í máli þessara tveggja manna birtist aðvörun um að við Islen ingar þurfum að mennta starfs stéttir í sjávarútvegi svo við stön um jafnfætis þeim þjóðum sem vi erurn að keppa við, bæði í veir)UI^ og vinnslu. Til þess aö mennta f° þarf peninga og þeir liggja ‘ lausu, sérstaklega nú þegar er1 leikar eru í atvinnugreininni- * hefur löngum verið sagt að það * dýrt að vera fátækur, en er þet ekki spurningin um forgangsr un. Við íslendingar höfum e efni á öðru en að láta menntun rannsóknir í þágu sjávarútvegs ganga fyrir. ofaI1 Eins og fram kemur her a ^ er það mjög skýrt að íslendinS^ verða að koma sér upp sem Y og fylgjast með og afla á hverÍu^ tíma sem bestrar þekkingar a s) ^ arútvegi og mörkuðum fisha ^ svo hægt verði að selja þann ^ afla sem við veiðum og villU { með sem mestum virðisau þágu þjóðarinnar. Því niega e^ tímabundnir erfiðleikar drag^^ úr okkur máttinn að þessum v efnum verði stefnt í voða Bjami Kr. Grir nsso’1 326 ÆGIR ÁGÚST 1993

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.