Ægir - 01.08.1993, Side 13
'slandi frosin, heil og óunnin til Noregs.
Norömenn þýða fiskinn upp, salta hann
°§ þurrka og selja svo fram hjá okkur til
Suöur-Ameríku. Þetta eru nú staðreyndir
malsins. Þetta er verktækni sem við
kunnum ekki, erum búnir að glata, og ég
^enni einokunarsamtökunum um að
'U'klu leyti. Þarna er hins vegar framtíð.
^arna er verk að vinna. Enn treysti ég
mer ekki til að fara út í þetta, ekki sem
stendur að minnsta kosti. Ég hélt ég hefði
Pláss fyrir þessa þurrkun í nýja húsinu,
en það verður þröngt. Ef til vill verður
Þaö sonur minn, Ásbjörn, sem hefur
starfað við hlið mér frá upphafi og hefur
unnið að þessari nýju fiskverkun okkar,
Sem nýtir þessa möguleika. Hans er fram-
tíöin."
REYTINGUR
Möguleikar í Brasilíu
Norska útflutningsráðið hvetur
nu norska framleiðendur veiðar-
f$ra og tækja til notkunar í sjáv-
arutvegi að reyna fyrir sér um við-
skipti í Brasilíu. í nýrri skýrslu um
•ttarkaðsmöguleika í Brasilíu sem
raöið hefur sent frá sér kemur
fram að í brasilískum sjávarútvegi
er skortur á hvers konar tækni-
vóru, þekkingu, fiskiskipum og
Ve'öarfærum. Norska útflutnings-
raöið telur norskan iðnað og sjáv-
arútveg hafa margt að bjóða Bras-
'líumönnum og hvetur til atlögu.
(Fiskaren)
Bandarísk fiskiskip á ný mið
i'iskiskipaflotinn á vesturströnd
®andaríkjanna hefur vaxið mjög
°rt undanförnu. Samdráttur í
Veiöum hefur knúið flotann til að
leita fyrir sér annars staðar.
Bandarískir verksmiðjutogarar
hafa verið að veiðum við Rúss-
land frá því í vor og aðrir hafa
verið að veiðum undan ströndum
Suður-Ameríku í sumar. Um
helmingur skipa í bandaríska
fiskiskipaflotanum er í eigu ein-
yrkja sem einungis gera út eitt
skip. Stórum útgerðarfyrirtækjum
hefur vaxið fiskur um hrygg að
undanförnu og eiga þau nú um
13% af togara- og frystitogaraflot-
anum. Það eru einkum þessi fyrir-
tæki sem leita fyrir sér um veiðar
á fjarlægum miðum.
(World Fishing)
Kínverjar setja met
Fiskveiðar Kínverja hafa aukist
stöðugt síðasta áratug. Samkvæmt
tölum frá kínversku hagstofunni
nam aflinn 15 milljónum tonna á
síðasta ári, sem er meira en 15%
aukning frá árinu 1991. Á árinu
1987 náði aflinn 10 milljónum
tonna og árið 1989 varð hann
11,2 milljónir tonna og varð þá í
fyrsta skipti meiri en afli Japana.
Fiskafli Kínverja í fyrra skiptist
þannig, að 6,9 milljónir tonna eru
sjávarfang, 2,1 milljón eldisfiskur
og 6 milljónir tonna eru vatna-
fiskur. Hlutdeild Kínverja í
heimsaflanum er um 15%.
(Infofish Trade News)
Afli á Flœmska hattinum
Þrjú íslensk rækjuskip sem
undanfarið hafa stundað veiðar á
Flæmska hattinum, alþjóðlegu
veiðisvæði utan lögsögu Nýfunda-
lands, hafa gert það gott í sumar.
Aflabrögð hafa verið góð og var
aflaverðmæti þeirra í byrjun ágúst
um 200 milljónir króna. Skipin
eru Sunna, Pétur Jónsson og Há-
kon. Fjórða skipið, Arnarnes, var
væntanlegt á miðin síðla ágúst-
mánaðar. Aflinn er 10-12 tonn á
úthaldsdag. Rækjan er seld til Jap-
ans og Evrópu, en hluti er sendur
til íslands.
(Morgunblaðið)
ÆGIR ÁGÚST 1993 3 35