Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1993, Síða 19

Ægir - 01.08.1993, Síða 19
„Þá sámar manni stundum þegar emb- œttismenn og aðrir framámenn í þjóðfé- laginu telja að hér sé ofrúmt um mannskapinn, of hátt til Jofts og vítt til veggja." Undirbúningar fyrir margs konar °nnur stjórnunarstörf sem gefur ,T>önnum tækifæri að fást við ann- kjósi þeir að fara í land síðar á lífsleiðinni." ^■öhorfin til sjómennskunnar hafa breyst Skólameistari Stýrimannaskól- ans 1 Reykjavík telur að viðhorfin 111 s)ómennskunnar hafi breyst llaíög á síðustu árum. „Tengsl fólks v,ó þennan atvinnuveg hafa rofn- a^- Ennfremur er ungu fólki í of !lkum mæli beint í háskólana á °stnað margvíslegra verkmennta. k er þeirrar skoðunar að álit skip- stiórnarmannsins og sjómannsins Urfi aó vaxa til mikilla muna í vit- Utld þjóðarinnar." Skólinn þarf meira fé I'innst þér þessi viðhorf endur- Peglast til dæmis í því hvernig Ul er að Stýrimannaskólanum? „Mér er þvert um geð að sýna vanþakklæti þar sem stjórnmála- menn úr öllum flokkum hafa á undanförnum árum stuðlað að því að skólinn fengi nýtísku tæki til kennslu. Hins vegar neita ég því ekki að skólinn á enn langt í land með að vera búinn eins og nauð- syn ber til. Til að mynda liggur skólahúsið undir skemmdum vegna skorts á viðhaldi og þab er sárt til þess að hugsa ab ekki skuli hafa verið unnt að ganga frá lóð skólans á þeirri tæpu hálfu öld sem liðin er frá því húsið var tekiö í notkun. Þá sárnar manni stundum þegar embættismenn og aðrir framámenn í þjóðfélaginu telja ab hér sé of rúmt um mannskapinn, of hátt til lofts og vítt til veggja. Hitt er ef til vill alvarlegra að enn vantar skólann nauðsynleg tæki til þess að geta fullnægt alþjóðlegum reglum um námið. Þar á ég við tæki til fjarskiptakennslu. Þab mál veit ég satt að segja ekki hvernig okkur tekst að leysa." Fékk tvœr milljónir, þarf tíu „Stýrimannaskólinn fékk tvær milljónir króna á fjárlögum þessa árs til tækjakaupa. Þörfin er fimm sinnum meiri. Það er eins og menn gleymi þeim gífurlegu tæknifram- förum sem orðið hafa um borð í skipum á undanförnum árum þar sem tölvur og annar hátæknibún- aður hafa rutt sér til rúms í síaukn- um mæli. Með þessu öllu þurfum við að fylgjast og út á þetta gengur kennslan hér meðal annars. Þessu fylgja líka auknar kröfur um tungumálanám. Menn eru enn að spyrja, þótt ótrúlegt megi virðast, hvaða tilgangi það þjóni að kenna sjómönnum tungumál. Vel menntaður maður þarf að kunna erlend tungumál og nú á dögum tekur enginn við stjórn á skipi sem ekki er vel menntaður." ÆGIR ÁGÚST 1993 341

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.