Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1993, Side 27

Ægir - 01.08.1993, Side 27
eba átti a5 bæta afkomu sjómanna? Látiö undan frystihúsa- og togaraeigendum Utgeröarmenn og frystihúsaeigend- Ur - sem oft voru sömu mennirnir - unnu þessa styrjöld eins og fyrr segir. Ullagan sem lögþingið loks samþykkti me& naumum meirihluta tryggöi b*öi sölu og framleiðslu fiskafurða 8e§n tapi. Lögin voru orðuð þannig ab markmið þeirra væri að tryggja ftskimönnum jafnt og stöðugt verð og ab þeir ættu ekki að þurfa að gjalda skyndilegra breytinga á heimsmark- absverði. Dagróðramenninir urðu þó ab sætta sig við styrki í stað vísitölu- tryggðra launa. Þjóðveldisflokkurinn tet þannig undan Fólkaflokknum - flokki frystihúsa- og togaraeigenda - en hann hafði hótað að slíta stjórnar- Samstarfi ef ekki yrði gengið að kröf- Um hans. Þar með hafði Þjóðveldis- ttokkurinn svikið fyrirheitin sem bann hafði gefið dagróðramönnum. ba& hafði síðar í för með sér að stór btuti kjósenda hans sneri við honum baki og Þjóðveldisflokkurinn, eina faunverulega sjálfstæðisvon Færey- 'nga, hefur ekki borið sitt barr síðan. ^ ólkaflokkurinn hrósaði sér seinna af ab hafa bjargað stærsta útflutningsfyr- Irr®ki þjóðarinnar frá þjóðnýtingu. Dagróðramenn biðu einnig lægri hlut þegar skipan sjóðsstjórnar var ákveðin. Þar sátu fulltrúar hagsmuna- hópa í sjávarútvegi ásamt fulltrúum pólitíska valdsins. Togara- og frysti- húsaeigendur fengu tvo fulltrúa, tog- arasjómenn einn, dagróðramenn einn og landsstjórnin tvo. Stjórnin valdi síðan sjöunda mann sem formann. Minkur í hœnsnakofa Sérfræðingar eru sammála um að þessi dreifing valdsins í sjóðsstjórn- inni hafi haft úrslitaáhrif á þróun sjávarútvegs og atvinnulífs á eyjun- um. Hún táknaði að útgerðarmenn stóru skipanna sem veiddu á fjarlæg- um miðum og samtök sjómanna á þessum sömu skipum réðu lögum og lofum í stjórn sjóðsins. Þessir aðilar höfðu sömu grundvallarhagsmuna að gæta. Togaraútgerðin vildi umfram allt fá að veiða meiri fisk og tekjur togarasjómanna voru háðar verðinu á þeim fiski sem útgerðin vildi veiða. Gagnrýnendur sjóðsins sögðu að þetta hefði verið eins og að setja mink inn í hænsnakofa og ætlast til þess ab hann passaði fiðurféb. Stjórnvöld hefðu í rauninni selt allt vald til að stjórna málefnum sjávarútvegs í hendur öfl- ugustu hagsmunasamtökum í sjávar- útvegi eyjanna. I annari grein sinni um sorgarsögu fœreysks sjáfarútvegs, sem birtist í nœsta tölublaði Ægis, fjallar Eðvarð T. Jónsson meðal annars um þátt stjórnmálamanna í óráðsíunni, hvemig fiskverkendur og útflytjendur í Fœreyjum voru leystir undan ábyrgð í rekstrar- og framleiðslukostnaði og hvaða afleiðingar það hafði. Ennfremur hvernig styrkjakerfið varð œ flóknara og hvemig gífurlegum fjárhœðum var dœlt í óarðbœra vinnslu og óarðbœrar fjárfestingar, frystihús og fiskiskip. ÆGIR ÁGÚST 1993 3 49

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.