Ægir - 01.08.1993, Page 46
Bragi Árnason: „Allt bendir
því til þess að full ástœða sé
til þess fyrir íslendinga að
hefja nú þegar vemlegar
rannsóknir á því hvemig við
gœtum hafið notkun vetnis í
stað olíu, til þess að vera við-
búnir jafnskjótt og slíkt reyn-
ist skynsamlegt."
Hitaveitur í kaupbœti
Þar sem kostnaður við framleiðslu
vetnisgass er aðeins um helmingur af
framleiðslukostnaði fjótandi vetnis,
þá er gert ráð fyrir að einungis yrði
framleitt vetnisgas sem geymt yrði um
borð í skipunum, bundið í magnes-
íumhydríði. Þessi geymsluaðferð gæti
auk þess haft í för með sér verulega
viðbótarhagkvæmni vegna þess að þá
væri hægt að endurheimta talsverðan
hluta þeirrar orku sem nú tapast sem
útblástursvarmi frá vélunum við
brennslu eldsneytisins úti á sjó og
nota þessa orku í landi, svo sem fyrir
hitaveitur í byggðarlögum nálægt
eldsneytishöfnunum.
Til þess að losa vetni úr magn-
esíumhydríði þarf 37,2 gigajoule af
orku fyrir hvert tonn af vetni. Þetta
mætti gera þannig að um helmingur
útblástursvarmans frá vélinni yrði
notaður til að hita hydríðið í 300°C til
að losa vetnið sem er bundið í málm-
hydríðinu. Þegar skipin koma í höfn
og taka eldsneyti losnar þessi orka aft-
ur úr magnesíum-málminum og þá
yrði hún fjarlægð með því að fram-
leiða til dæmis 220°C gufu sem yrði
leidd í land og notuð til að hita vatn
fyrir hitaveitur. Á þennan hátt gæti
allur fiskiskipafloti landsmanna skilað
á land varmaorku sem nemur um
fjórða hluta af allri orkuþörf Hitaveitu
Reykjavíkur.
Vetnisverksmiðjur í eldsneytis-
höfnum umhverfis landið gætu því,
auk þess að framleiða eldsneyti fyrir
fiskiskipin, séð viðkomandi sjávar-
plássum fyrir nægri orku fyrir hita-
veitur, en stór hluti sjávarplássa hér á
landi hefur ekki aðgang að jarðhita.
Svo tekið sé einstakt dæmi þarf
Hitaveita Vestmannaeyja nú varma-
orku sem nemur 0,2 pedajoule á ári.
Hraunhitaveitan í Vestmannaeyjum
mun nú hafa runniö skeið sitt á enda.
Fiskiskipafloti Vestmanneyinga notar
um 20.000 tonn af olíu á ári og gæt'
skilað á land ríflega allri þessari
varmaorku ef hann brenndi vetni.
íslendingar í viöbragðsstööu
Bragi Árnason segir að vetni getx1
framtíðinni orðið eitt megineldsneyh
iðnvæddra þjóða. Fari svo hljóti öll
tækni, sem þarf til að nota vetni, að
taka skjótum framförum. Þess vegna
þurfi íslendingar að nýta sér þessar
tækniframfarir og fljótlega að hefja
notkun vetnis í nokkrum mæli ístat)
innfiuttrar olíu. íslendingar gætu jafn'
vel í fyrirsjáanlegri framtíð orðið
óháðir innfluttu eldsneyti. Hér er þvl
ekkert smámál á ferðinni því verið el’
að tala um að draga úr innflutning1
sem nú nemur tæpum tíu milljörðum
króna á ári.
En nú er vetni ekki samkeppnlS'
hæft í verði við það eldsneyti sem nU
er notað. Verður breyting á því?
Bragi Árnason: „Já, ýmislegt bend11
til þess að svo verði innan fárra ára'
tuga. í því sambandi ræður hugsarl'
lega rnestu aukin þörf fyrir hreirh
eldsneyti og minnkandi olíuforði jarr)'
ar, en einnig fyrirsjáanleg lækkun a
framleiðslukostnaði vetnis og betn
orkunýtni þess en olíu. Þar erum vin
jafnvel að tala um tvöfalt betri nýtn1
þegar vetni er brennt í efnarafölum 1
stað sprengihreyfla. Allt bendir þvítrt
þess að full ástæða sé til þess fyrir Is'
lendinga að hefja nú þegar verulegar
rannsóknir á því hvernig við gætum
hafið notkun vetnis í stað olíu til þeSS
að vera viðbúnir jafnskjótt og slrt<t
reynist skynsamlegt. Það er talsveh
flókið fyrir þjóð að skipta um eldS'
neytistegund. Slíkt verður ekki gert 1
einni svipan og kann að taka nokkr*1
áratugi og það tekst alls ekki nema
nægileg tækniþekking sé fyrir hend'
hjá þjóðinni sjálfri."
368 ÆGIR ÁGÚST 1993