Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Síða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Síða 5
MeiðyrSi og meiðyrðamál. 125 sæti vegna staðhæfingar sinnar um það, að dómari muni líta hlutdrægt á málavöxtu. En þetta og þvílíkt eru undantekningar frá almennu reglunni um friðhelgi æru manns. Tvenns konar hags- munir stangast: Friðhelgi ærunnar annars vegar og nauð- syn á umsögn varðandi æru manns til fræðslu um stað- reynd eða til varnar ákveðnum hagsmunum. Árás á æru manns er almennt friöbrot, enda segir í 25. kafla hegn- ingarlaganna bæði um ærumeiðingar og brot gegn frið- helgi einkalífs (bréfleynd, opinber frásögn um einkalíf manna, friðhelgi heimilis o. fl.). III. Ærumeiðingum er skipt í þrjá flokka í hegningarlögum vorum, eins og fræðimenn hafa gert. Flokkarnir eru þessir: 1. Móöganir, 234. gr. hegnl. Þær geta verið fólgnar bæði í orðum og athöfnum. Dæmi móðgana í orðum eru ýmis alkunn skammaryrði, uppnefni,1) háðsj'rði, hrósyrði, viðhöfð í háði, varðandi útlit manna2) o. frv. Móðgun í athöfnum einum saman geta komið fram með mörgum hætti, svo sem í ýmiskonar tilburðum, sem horfa öðrum manni til óvirðingar eða lítilsvirðingar. Fer þetta nokkuð eftir stað og tírna og eftir því, hverir eiga hlut að máli. Vera má t. d., að orðið „karlinn" geti verið móðgandi, ef það er haft um X, þótt það feli enga móðgun í sér, þótt það sé haft um Y. T. d. kalla hásetar á togurum skipstjóra sinn „karlinn" og hann kallar þá „karlana". Og felst þá engin móðgun í því. En það var talin móðgun við Grím Thomsen, er hann var nefndur „þessi karl“ í blaðagrein einni.s) Hinsvegar var það eigi talin móðgun, þótt hann væri í sömu grein kallaður „Bessastaða-Grímur“. Og má þó eftir sambandinu telja þá nafngift viðhafða í móðgunar- skyni. I athafnaleysi getur jafnvel stundum falizt móðgun, þó að svo sé ekki í öðrum samböndum. Sá karlmaður, sem T. d. Hrd. XV. 295 („strigakiaptur"). 2) Dómas. V. 462; VI. 392. 3) Dómas. II. 140.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.