Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Qupperneq 10
130
Tímarit lögfrceöinga
leysi, trassaskapur,1) ónærgætni o. s. frv. Áburður um
einn eða fleiri þessara ókosta og annarra slíkra horfir
vafalaust til virðingarhnekkis og mundi því varða við 235.
gr. hegnl.
Sumir þeirra dóma, sem vitnað hefur verið til, varða að
vísu opinbera starfsmenn, sem bornir hafa verio ávirðing-
um þeim, sem nefndar hafa verið. En yfirleitt mundi
áburður um þær á hendur einstaklingum einnig horfa til
virðingarhnekkis og því vera refsiverður eftir 235. gr.
En áburður eða umsögn um fleira en siðferðisbresti
getur orðið manni til virðingarhnekkis. Stundum rnundi
mega beita ákvæðum 229. eða 230. gr., en alls ekki allt af.
Er þá kornið að mörkum ins saknæma og ins ósaknæma.
1 athugasemdum við 235. gr. segir, að ekki sé ætlazt til
þess, að svið ærumeiðinga verði rýmkað frá því sem áður
hafi verið samkværnt skýringum á 217—219. gr. hegnl.
1869, enda þótt orðalag 1. málsgr. 235. gr. kynni að veita
efni til þess. 1 dómum uppkveðnum meðan hegnl. 1869
giltu, virðast einstöku takmarkatilvik vera nefnd. Árið
1901 var kveðinn upp dómur í landsyfirréttinum meðal
annars um það, hvort það væru ærumeiðandi ummæli, er
X hafði varpað fram þeirri spurningu á opinberum fundi,
hvort fundarmenn vilau heldur, að á væri rekinn úr bæn-
um en B að sið Forn-Grikkja, er hefðu að lögum sínum
getað með þeim hætti hreinsað bæjarfélag sitt af mönnum,
sem þeir töldu því stafa háski af. Landsyfirdómur taldi
eldki felast í spurningu þessari ærumeiðingu, sennilega af
því, að ekki þyrfti að felast í henni aðdróttun um siðferðis-
brest eða sérstaka ámælisverða athöfn.2) En ljóst sýnist.
þó, að spurningin hafi verið löguð til þess að hnekkja
virðingu A, og líklegt þykir, að dómstólar mundu nú telja
fyrirspyrjanda refsiverðan samkvæmt 235. gr., einkum er
fyrirspurnin er athuguð í sambanai við önnur ummæli X
um A. á fundinum. I dómi frá 1895 er ritstjóri einn sýkn-
1) Sbr. Dómas. VII. 60.
2) Dómas. VI. 462.