Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Síða 13
Meiöyröi og meiöyröamál.
133
annarra er auðvitað saknæm meiðyrði.1) Áburður um
drykkjuskaparóreglu í og utan embættis, jafnvel þótt ekki
væri um vanrækslu þess vegna að tefla, mundi vera sak-
næm ærumeiðing.2) Áburður á opinberan starfsmann um
ölvun við embættisverk er og saknæm ærumeiðing.3)
Kennimaður var sakaður um óeirðir, friðspjöll og margs-
konar aðrar óhæfur í starfi sínu og utan þess.4)
Aðdróttun á hendur opinberum starfsmanni mun al-
mennt talin saknæmari en samskonar aðdróttun á hendur
öðrum manni, og er það í fullu samræmi við það, að honum
stendur á meiru, ao framkoma lians verði ólastanleg talin,
en öllum almenningi. Auk þess eru taldar tvær ástæður til
þyngingar refsingu fyrir aðdróttanir samkvæmt 236. gr.
hegnl.:
a. Ef aSdróttun er höfð í frammi gegn betri vitund. Er
með því átt við það, að sá, er hana hefur í frammi, viti
það, að hann ber fram ósannindi á hendur öðrum manni,
1. málsgr. 236. gr. Ekki verour þessu ákvæði beitt, þó að
stefnda takizt ekki að sanna það, að gagnaðili hafi framið
þann verknað eða athafnaleysi, sem hann er borinn, heldur
verður inn síðarnefndi að sanna það, að aðdróttun hafi
verið borin fram gegn betri vitund, nema hinn kannist við
það. Vitanlega getur þó staðið svo á, að fjölmælismaður
teljist hafa hlotiS að vita, að hann fór með ósannindi. Það
er ekki nóg til þess að beita ákvæðum 1. málsgr. 236. gr.,
þó að telja megi fjölmælismanni það til gáleysis, að hann
vissi ekki betur. Sjaldan mun koma til þess, að 1. málsgr.
verði beitt, því að sjaldan fæst játning hans um vitund
sína og erfitt er venjulega að sanna það, að aðdróttun sé
höfð í frammi gegn betri vitund.
Aðdróttun um refsiverðan verknað, sem 1. málsgr. 236.
gr. hegnl. tæki til, mundi almennt varða við 148. gr. hegnl.,
!) Sbr. t. d. Dómas. IV. 247, VI. 602, VII. 496. 499, IX. 896, Hrd. II. 368.
XI. 178, XIV. 162, XX. 115.
2) Sbr. Dómasafn III. 488.
-) Dómasafn V. 41, VII. 300.
D Dómasafn IV. 558, VI. 73, 78, Hrd. II. 1242.