Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 19
MeiSyrÖi og meiöyröamál. 139 um réttmæti þeirra kemur ekki til greina, og 1. málsgr. 236. gr. á því ekki við. Hnisvegar má segja, að nokkru skipti það, ef sögumaður veit, að óvirðingarorð o. s. frv. voru höfð frammi alveg tilefnislaust, t. d. án nokkurrar tilbekkni af hálfu þess, sem fyrir móðgun varð. Þetta at- riði kann að varða einhverju um ákvörðun refsingar. Um 2. málsgr. 236. gr. athugast, að það hlýtur að skipta máli um ákvörðun refsingar, hvort útbreiðslan gerist opinber- lega, og þá ætti það líka að varða nokkru í því efni, hvort sögumaður hafði sennilega ástæðu til að ætla inn æru- meidda hafa veitt efni til þess, að hann var móðgaður. Þótt hvorki 1. né 2. málsgr. 236. gr. eigi beinlínis við útbreiðslu móðgana, þá geta þargreind sjónarmið þó skipt máli um ákvörðun refsingar fyrir útbreiðslu þeirra. IV. 1. Æra manns er almennt friöuð, eins og áður hefur verið sagt. Áður hefur verið bent á undantekningar frá þessari reglu, að því lejd;i sem hagsmunir einstaks manns eða hagsmunir aliíiannavalds heimta þær. Þegar þeim hags- munum sleppir, þá mætti ef til vill ætla, að æran væri al- friðuð. En svo er þó ekki. Það er eins og um friðbrotin eftir 230.—232. gr. hegnl., að þeim, sem ærumeiddur er, er venjulega veittur réttur til ákvörðunar um það, hvort hann leitar dómstóla til viðurlaga fyrir ærumeiðingar gagnvart sér, sbr. 242. gr. 2. og 3. tölul. hegnl. Hann getur því auðsjóanlega afsalað sér eftir á réttarvernd í þessu efni. En þar með er ekki úr því skorið, hvort fyrir fram veitt afsal þessa réttar bindi afsala. I hæstaréttardómi frá 19401) er leyst úr þessu atriði að nokkru leyti. Sakarefni voru ummæli, sern höfð voru urn einn af félögum góð- templarastúku af félagsbræðrum hans. Töldu þeir aðilja eiga samkvæmt lögum templara að sæta dómi nefndar, skipaðrar af þeim, og væri því ekki heimilt að leita til dómstóla í því skyni. Hæstiréttur segir, að það verði „eigi !) Hrd. XI. 352.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.