Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Síða 20
140
Timarit lögfrœöinga
talið, a5 félagar í stúkunum geti, svo bindandi sé, afsalað
sér almennt rétti sínum til þess að leita úrlausnar almennra
dómstóla um árásir á mannoró sitt.“ Nú var afsalið hér þó
ekki algert, með því að aðili gat þó leitað úrlausnar nefndar
þeirrar, sem með slík mál skyldi fara samkvæmt lögum góð-
temlarareglunnar. Fyrir því er enn síður ætlandi, að algert
fyrir fram veitt afsal sé bindandi. Hins vegar virðist lík-
lega mega ráða af orðum dómsins, að fyrir fram veitt af-
sal geti stundum bundið aðilja. En dóminum var engin þörf
á að greiða nánara úr því máli. Hann átti einungis að leysa
úr því, hvort afsal 1 þessu tiltekna máli væri bindandi eða
ekki. Afsal á æruvernd má hugsa sér með ýmsum hætti.
Það kann að vera veitt tilteknum manni eða mönnum til-
tekmn tíma um allar ærumeiðingar eða einungis ærumeið-
ingar í sambandi við tiltekinn mann tiltekin eða tiltekið
efni, eins og t. d. í sambandi við umræður um tiltekið mál
á tilteknum fundi. Afsal, sem gilda á langan tíma gagnvart
fleirum mönnum en einum og um fleiri mál en eitt, mundi
fráleitt vera bindandi. En naumast er einu sinni rétt að
telja afsal æruverndar fyrir fram nokkurn tíma bindandi.
Sá, sem afsal veitir, veit í rauninni aldrei, hverju hann
afsalar sér. Sá, sem við afsalinu tekur, getur misbrúkað
það svo, að hann ber afsala öllum þeim svívirðingum, sem
hann getur upp hugsað. Sá, sem staðhæfir það, að sækjandi
hafi afsalað sér æruvernd, verður að sjálfsögðu að sanna
það. 1 opinberu máli út af ærumeiðingum, sbr. hér á eftir
um sóknaraðild ærumeiðingamála, hlýtur dómari að rann-
saka þetta atriði, ef efni standa til, en í einkamálum
mundi sönnunarbyrði um þetta hvíla á varnaraðilja.
Annars er ástæða til þess að rekja nokkur þau atriði í
ærumeiðingamálum, sem sanna þarf og um sönnunarbyrði
varðandi þau. In sérstöku fyrirmæli laga um ærumeið-
ingar gejnna ekki sérreglur um sönnun, og verður því að
leysa úr þeim atriðum, sem hér skipta máli, í samræmi við
þær reglur, sem annars eru taldar gilda eða hafa má til
hliðsjónar, þegar meta skal, hvað sanna þurfi, hvernig og
hverjum beri að sanna það, og hvort næg sönnun sé feng-