Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 34
154
Tímarit lögfrœöinga
aðferðir notar, er ekki skylt samkvæxnt orðum hennar að
láta þess getið, hver hafi fjölritað eða ljósprentað, eins og
prentsmiðjum er skylt að geta þess á blaði eða riti, hvar
það sé prentað. Ef maður lætur fjölrita eða ljósprenta æru-
meiðingar, án þess að greina nafn sitt nægilega, þá má
spyrja, hvort gera megi fjölritarann eða Ijó.sprentarann
aðilja með sama hætti sem prentarann. Það er víst allmikið
vafamál, hvort 3. gr. tilsk. 1855 verður hér beitt analogice.
Það, sem með því mælir, er það, að með þessum hætti má
gefa út bæði blöð og bækur, og það hefur verið gert. Ef
talið yrði, að nota mætti 3. gr. tilskipunarinnar hér ana-
logice, þá ætti sennilega líka að gera þá kröfu, að fjöl-
ritari og ljósprentari léti sín getið, eins og prentari, á riti
eða blaði, og leggja við ábyrgð, ef af því er brugðið. Ef
hvorki höfundur né aðrir þeir, sem í 3. gr. tilsk. 1855
greinir, eru ekki hægilega nafngreindir, þá mundi maður,
sem í slíku blaði eða riti væri ærumeiddur, geta snúið sér
til ríkisvaldsins með kröfu um opinbera rannsókn og máls-
höfðun síðan, ef því er að skipta, samkvæmt 2. tölul. c.
242. gr. hengnl.
Þegar ákvæðum 3. gr. tilsk. 9. maí 1855 verður ekki
beitt beinlínis cða analogice, þá verður sóknaraoili að leita
varnaraðlija með öðrum hætti. Hann verður með öðrum
orðum aÖ finna þann mann, sem Inaft hefur ænmieiöinguna
í frammi. Ef hún hefur verið skrifleg, t. d. í bréfi, sendu
sóknaraðilja eða öðrum eða það er fest upp eða látið finn-
ast einhvers staðar, án nægilegrar nafngreiningar höfund-
ar, þá getur sóknaraðili neytt ákvæða 242. gr. 2. tölul. c.
hegnl., eins og fyrr er sagt. Ef ærumeiðing er skrifleg og
höfundur er ekki nægilega nafngreindur, eða hún er munn-
leg, þá verður inn ærumeiddi maður að gera sjálfur gang-
skör að leit að varnaraðilja, nema ákæruvaldið eigi sök.
En hvort sem málið er opinbert mál eða einkamál, þá verður
sóknaraðili að sanna það, ef því er að skipta, að sá maður,
sem mál er höfðao á hendur honum, liafi haft ærumeið-
inguna í frammi. Oft er það vafalaust, t. d. ef ærumeiðing
er í bréfi, sem varnaraðili hefur stílað til sóknaraðilja og