Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 39

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 39
MeiöyrOi og meiOyrOamál. 159 og verður þá sýknað af refsingu að því leyti, ef dómari fellst á varnarástæðu verjanda.* 1) Sérstaklega kemur það einatt fram, að ekki hafi verið farið út fyrir takmörk leyfi- legrar gagnrýni, og séu ummæli því ósaknæm. Og það eru þau, ef þau eru hvorki í meiðandi né móðgandi búningi,2) jafnvel þótt gagnrýnin sé eða kunni að vera röng. Ef þau eru í óviðurkvæmilegum búningi eða rangar ályktanir eru leiddar af gagnrýni, sem í sjálfu sér er rétt, aðilja til vansæmdar eða smánar, þá er komið handan við takmörk þess, sem leyfilegt er, og þá bakar varnaraðili sér refs- ingu.3) Vera má, að varnaraðili beri það fyrir sig, að um- mæli, sem annars kynnu að vera ærumeiðandi, hafi, eins og á stóð, verið honum nauðsynlegr til gæzlu hagsmuna sinna, og veldur það sýknu af refsingu, ef dómur fellst á þá varnarástæðu, enda hafi ummælin ekki verið frekari en sú nauðsyn leiddi til. Aðilja máls er því rétt að lýsa sið- ferðilegu eða líkamlegu ástandi vitnis, að því leyti sem nauosynlegt er til þess að rökstyðja ólöghæfi þess.4) Sama er, ef aðili hefur kært mann, þótt sannanir skorti, nema kæran sé vísvitandi röng, sbr. 148. gr. hegnl. Sú vörn kann og að koma fram, að ummæli, sem almennt fælu í sér refsiverða ærumeiðingu, hefðu verið höfð samkvæmt borgaraskyldu a'öilja, svo sem vitnis eða matsmanns í dómsmáli. Þá má aðili verja sig með því, að hann hafi orðið að hafa ummæli, sem annars fælu í sér saknæma ærumeið- ingu, í framkvæmd embættisskyldu sinnar, t. d. í rökstuðn ingu dóms, til notkunar í opinberri rannsókn, til rökstuðn- ings í kæru eða áliti, og veldur slíkt sýknu af refsingu, ef inn opinberi starfsmaður gerist hvergi offari í garð að- ilja.s) Saksóknarheimild til refsingar vegna ærumeiðinga fyrndist samkvæmt 67. gr. eða 68. gr. hegnl. 1869, eftir því V T. d. Dómas. IV. 401, Hrd. II. 108. -) T. d. Dómas. IV. 188, VI. 395, 615. 3) T. d. Dómas. IV. 178, VI. 615, VII. 60, Hrd. VI. 461, VIII. 100. l) Sbr. Dómas. V. 511. 5) T. d. Dómas. VI. 658, IX. 896, X. 536, Hrd. I. 357, 480, 524, II. 874.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.