Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 41
MeiöyrOi og meiöyröamál. 161 eskju um ærumeiðinguna. Hinsvegar mundi mega reikna frestinn frá vitneskjunni um inn seka í þessu tilviki, ef kref jast má opinberrar málshöfðunar, því að opinber rann- sókn kann þá að leiða í ljós ærumeiðinguna. Frestur eftir 29. gr. hegnl. getur því vel orðið skemmri en skemmsti frestur eftir 81. gr. hegnl. Sögn sækjanda um það, hvenær hann hafi fengið vitneskjuna mun verða að taka trúnalega, nema hún þyki ósennileg eða henni sé hnekkt.1) Frestur þessi er þó lengdur um 3 mánuði, ef inn ærumeiddi andast innan 6 mánaða frestsins eða ef einkamál ónýtist, og telst sá frestur frá andláti eða frá ónýtingu máls. Stundum ber svo við, að ærumeiddur maður krefst opinberrar máls- sóknar, en synjun um hana berst honum svo seint, að 6 mánaða frestur er liðinn. Þá er athugandi um fyrningu sakar. Fyrir hegningarlög nr. 19/1940 var talið, að heimild til höfðunar éinkamáls væri ekki glötuð, þó að 1 árs frestur til höfðunar máls samkvæmt 68. gr. hegnl. væri liðinn, ef einkamál var höfðað áður en 3 mánuðir voru liðnir frá því, er synjun um opinbera málshöfðun varð sækjanda kunn eða sýknudómur eða frávísunar varð honum kunnur.2) Ef nú verður sýknað af ákærum ákæruvaldsins eða ákæruvaldið neitar að höfða opinbert mál, þá sýnist ekki vafi á því, að nota beri analógíu 2. málsgr. 29. gr. hegnl. Fyrning saksóknarheimildar veldur sýknu af refsikröfu, eins og kunnugt er.3) Vera má, að sú vörn komi fram, aö sóknaraðili hafi gefiö sök u'pp. Ef ákæruvaldið á skilorðslaust sókn sakar, þá fer um uppgjöf eftir 29. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944 sbr. 24. gr. laga nr. 27/1951. Ef ákæruvaldið á saksókn eftir kröfu aðilja, þá getur það synjað um höfðun opinbers máls og kveður á um það með sama hætti og annars, er það ákveður, að slíkt mál skuli ekki höfða, er því þykir sem ekkert refsi- vert sé um að tefla eða ónógar sannanir vera fengnar um i) Sbr. Hrd. VIII. 100. -) Sbr. Dómasafn I. 164 (hæstar.dómur), X. 133, sem virðist gera ráö fyrir sama. “) Dómasafn I. 164, X. 133.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.