Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Síða 42
162 Tímarit lögfræöinga brot. Hins vegar getur það ekki gefið upp þá kröfu, sem ærumeiddur maður hefur eða kann að hafa á hendur vam- araðilja. Þó að opinberrar málshöfðunar sé synjað, máli er frávísað eða varnaraðili sýknaður af ákæru ákæruvaldsins, þá getur aðili samt höfðað einkamál út af meiðyrðum.2) Hins vegar getur aðili gefið upp kröfu sína með sátt eða á annan hátt. Ef fleiri menn en einn hafa verið ærumeiddir með sömu ummælum eða sömu athöfn, getur hver um sig auðvitað einungis gefið upp sína sök. Þó að maki látins manns t. d. gæfi sök upp fyrir sitt leyti, sbr. 25. og 240. gr. hegnl., þá gætu aðrir aðiljar allt að einu rekið síns réttar. Sönnunarbyrði um uppgjöf sakar hvílir í einkamáli auðvitað á varnaraðilja. 1 opinberu máli mundi dómari rannsaka það atriði sem önnur, en ákærði mundi því aðeins njóta hags af þeirri varnarástæðu, að sannanir fengjust um hana. Ef uppgjöf sakar er sönnuð, þá leiðir það auðvitað til sýknu af refsikröfu. Samkvæmt 4. tölul. 74. gr. og 75. gr. hegningarlaganna getur það komið varnaraðilja til linkindar eða jafnvel niðurfellingar refsingar, ef hann hefur framið brot í mik- illi reiði eða geðæsingu, sem sá, sem fyrir broti varð, hefur vakið hjá honum með ólögmætri árás eða móðgun, eða brotamaður hefur framið brot annars í ákafri geðshrær- ingu eða vegna skammvinns ójafnvægis á geðsmunum. Þessi almennu ákvæði taka og til ærumeiðinga. 4. tölul. 74. gr. kemur því að eins til greina, að árás eða móðgun — gagnvart brotamanni eða öðrum, sem hann tekur sárt til — megi telja orsök eða að minnsta kosti samorsök þess, að brot var framið. Hins vegar þarf sú árás ekki að vera fólgin í ærumeiðingu. Hún gæti t. d. verið fólgin í líkamsárás, frelsisskerðingu o. s. frv. Aftur á móti þarf ekkert sam- band að vera milli geðæsingar brotamanns samkvæmt 75. gr. og háttsemi þess, sem fyrir broti verður. Annars mun mega segja, að ástæður þær, sem taldar eru í 74. gr. til linkindar varnaraðilja komi til greina í málum vegna æru- i) Sbr. Dótaasafn I. 164, X. 133.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.