Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 44
164 Tímarit lögfrœSinga laust að bera mann þjófnaði, þó að hann væri sannur að illri meðferð á skepnum. Og í ærumeiðingu má ekki felast annað eða meira en ið ótilhlýðilega hátterni veitir tilefni til. 1 síðastnefndu dæmi mundi hátternið ekki veita efni til þess að kalla sóknaraðilja „ærulausan". Sá, sem skírskotar til ótilhlýðilegs hátternis sóknaraðilja sér til hagsbóta, verður vitanlega að sanna, að sóknaraðili hafi framið það hátterni. Ef sönnun bregst, þá stoðar ekki að skrískota til ins ótilhlýðilega hátternis.1) Þó að 221. gr. hegningarl. 1869 hefði ekkert tilsvarandi ákvæði 239. gr. hegnl. um verkanir ótilhlýðilegs hátternis sóknaraðilja, þá má sjá það í mörgum dómum, að varnar- aðili reynir að afsaka meiðyrði og aðrar móðganir með ótilhlýðilegu hátterni sóknaraðilja, enda þótt ærumeiðingin sjálf ætti ekki sérstaklega eða beinlínis við það hátterni, en hún þó talin hafa veitt nokkur efni til ærumeiðingar- innar. En venjulega hefur að áliti dómstólanna ekki tekizt að afsaka ærumeiðingar með þessum hætti, því að þær hafa ekki þótt svara til þeirra ávirðinga, sem sóknaraðilja hafa verið bornar, jafnvel þó að eitthvað mætti að honum finna.2) Stundum er ið ótilhlýðilega hátterni fólgið í ærumeiS- ingu sóknaroÆlja í garð varnaraðilja, sem hann svo svarar með ærumeiðingu í garð sóknaraðilja. A skrifar meiðyrða- grein um B í blað sitt, en B svarar síðan með meiðyrða- grein í blaði sínu um A. A kærir B fyrir vanrækslu og hlutdrægni í embættisrækslu, en B, sem fær kæruna til umsagnar, svarar með meiðyrðum um A.3) Meiðyrðum, sem A talar til B, er stundum beinlínis snúið upp á hann. (A: „Þú ert þjófur.“ B: „Það geturðu sjálfur verið.“) Það er kallað „að gjalda lílcu líkt“ („retorsio"). Þetta orð er samkvæmt merkingu sinni réttilega haft um síðastnefnda tilvikið, sbr. 221. gr. hegnl. 1869, en er þó einnig oft haft 31 Sbr. Dómasafn V. 355. 2) T. d. Dómasafn I. 391, III. 488, V. 482, VII. 496, 499, VIII. 528, Hrd. VI. 461, VIII. 100. a) T. d. Dómasafn VI. 658, VIII. 34.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.