Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 45

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 45
MeiOyrSi og meiOyrOamál. 165 um tilvik þau, sem fyrri dæmin eiga að skýra. 1 orðasennu geta mörg ærumeiðandi orð eða athafnir farið milli tveggja manna eða fleiri og skírskotar þá ef til vill hvor eða hver aðilja til þeirra ærumeiðinga, sem hvor eða hver telst hafa orðið fyrir af hálfu hins eða hinna. Ekki þurfa ærumeið- ingarnar að vera framdar in continenti til þess að ákvæði 239. gr. verði notuð, en sjálfsagt er oft því ríkari ástæða til þess að nota heimildina í 239. gr. sem skemmra hefur liðið milli ærumeiðinganna, því að „blóðnætur eru hverjum bráð- astar“. 1 239. gr. er einungis vísað til 234. og 235. gr. hegnl. Þessi tilvísun girðir að sjálfsögðu ekki fyrir það, að aðili, sem saksóttur er samkvæmt 240. gr. geti fært sér til varnar „ótilhlýðilegt hátterni" ins ærumeidda látna manns með sama hætti sem annars. Stefndi í máli samkvæmt 240. gr. mundi yfirleitt njóta sömu hagræða sem stefndur nýtur almennt í meiðyrðamáli, þar á meðal ákvæða 74. og 75. gr. hegnl. Eigi þarf varnaraðili að höfða mál á hendur sóknaraðilja til þess að koma að þeirri vörn, að sóknaraðili hafi veitt efni til ærurrteiðinga þeirra, sem varnaraðilja er gefin sök á, en ef hann vill fá sóknaraðilja dæmdan fyrir ærumeið- ingar hans í garð varnaraðilja, þá verður hann að höfða mál á hendur sóknaraðilja í því skyni, og er þá slíkt mál höfðað sem gagnsök, enda má þá vel svo fara, að báðum verði dæmd refsing fyrir ærumeiðingarnar. Ákvæði 239. gr. geta auðvitað bæði tekið til aðdróttana og hvers konar mó'ðgana. Aðdróttun má svara með annarri aðdróttun eða móðgun. Móðgun er svarað með annarri móðgun eða aðdróttun. Varnarili getur sjálfsagt varið sig með ótilhlýðilegu hátterni af hálfu þess, sem hann æru- meiddi, hvort sem mál á hendur honum er einkamál eða opinbert mál. En gagnsök getur varnaraðili auðvitað ekki höfðað, ef málið gegn honum er opinbei't. Hann getur ekki fengið dóm á hendur andstæðingi sínum í opinbei'u máli. En hann mundi síðar geta fengið slíkan dóm í einkamáli, því að dómur í opinbera málinu segir um það eitt, hverju

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.