Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 46
166
Tímarit lögfrœðinga
máli ærumeiðing sóknaraðilja í garð varnaraðilja skipti
um sök ins síðarnefnda, en alls elckert um það, hvort æru-
meiðing sóknaraðilja í garð varnaraðilja kunni að eiga að
baka sóknaraðilja ábyrgð. Með sama hætti gæti varnar-
aðili í einkamáli fengið leyst úr því í öðru einkamáli, hvort
sóknaraðili fyrra málsins skuli sæta ábyrgð fyrir ærumeið-
ingar, sem hafðar voru til varnar í því máli samkvæmt
239. gr. hegnl.
Dómara er einungis „heimilt’‘ að láta refsingu falla
niður,1) ef fullnægt er ákvæðum 239. gr., enda er sams-
konar heimild í niðurlagi 74. gr. og í 75. gr. hegnl. Ef
aðalsök er og gagnsök, sbr. hér að framan, þá má nota
heimildina þannig að refsing beggja verði felld niður eða
að annar veroi látinn sæta refsingu, en refsing hins verði
felld niður. tJr því að heimilt er að fella niður refsingu, þá
hlýtur dómara því fremur að vera heimilt að lækka refs-
ingu, ef skilyrðum 239. gr. (eða 4. tölul. 74. gr. eða 75. gr.
hegnl. að því leyti sem þau kynnu að eiga við) er fullnægt.2)
1 opinberurn málum samkvæmt 97. og 105. eða 108. gr. hegnl.
verður refsing lækkuð eða ef til vill felld niður einungis
eftir almennu ákvæðunum í 74. eða 75. gr. hegnl., því að
239. gr. mun ekki taka til annarra mála en þeirra, sem
höfðuð eru samkvæmt 242. gr. 2. b. og c. og 3. sem sagt var.
Áður var þess getið, að sóknaraðilja (eða ákæruvaldinu,
ef mál er opinbert) beri að sanna það, að varnaraðili hafi
framið þá ærumeiðingu, sem honum er gefin að sök. Hér
skal athuga það í fyrsta lagi, hvort heimilt sé að leiða sönn-
ur að því, að aðili hafi framið þær athafnir eða athafna-
leysi eða sé sá maður, er þá lýsingu eigi skilið, sem æru-
meiðandi tileinkaði honum, lýsingu, sem beinist að hugar-
fari hans eða mannkostum. Þessar ærumeiðingar teljast til
hugtaksins „aMrótturí'. 1 þann flokk kemur áburður um
athafnir eða athafnaleysi og einstök orð, sem fela í sér
bendingu um skort á mannkostum í einhverja átt eða al-
mennt, t. d. trassi, þjófur, lygari, fantur o. s. frv. Eftir
1) Sbr. Dómasafn VI. 658.
2) Sbr. Dómasafn VIII. 34.