Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 54
174
Tímarit lögfræOinga
ærumeiðir réttlætt aðdróttun sína, og verður hann þá refsi-
laus, enda hafi hann hagað orðum sínum sæmilega og að-
eins leitt réttar ályktanir af aðdróttunum sínum, ef þær
reyndust réttlætanlegar.1) En venjulega hefur það verið
svo, að ærumeiðir hefur vafið aðdróttun óhæfilegum um-
búðum, ýkt ávirðingar ins meidda eða leitt allskostar ó-
heimilar ályktanir af réttlætanlegri aðdróttun, og þá stoð-
ar sönnun alls ekki til sýknu. Þó að t. d. dómari telji sannað,
að opinberum starfsmanni hafi eitthvað orðið á í starfi
sínu, þá verður varnaraðili að sæta refsingu, ef iýsing
hans á þeirri ávirðingu eða þeim ávirðingum hefur verið
ýkjum blandin, orð um þær hafa verið óhæfilega hörð eða
óvirðandi eða óheimilar ályktanir hafa verið leiddar af
réttlættri eða réttlætanlegri aðdróttun. Eru mörg dæmi
slíks í dómum. En vitanlega getur mat á þessum atriðum
stundum verið vandasamt.2)
Það orkar venjulega eigi refsileysi, þó að ærumeiðandi
ummæli helgist af misskilningi á gögnum.3) Trú á það, að
aðdróttun sé sönn eða trú eða vissa um það, að hún verði
sönnuð, leysir ekki heldur undan refsingu. Hefur ekki verið
vafi um það, að þetta sé rétt, enda naumast borið fram í
dóm í málum um ærumeiðingar. Ákvæði 1. málsgr. 236. gr.
hegnl. virðast reist á þeim grundvelli, að bona fides orki
ekki refsileysi. Það, að male fides orkar refsihækkun, sýn-
ist fremur benda til þess, að bona fides valdi ekki refsi-
leysi. Ákvæði 2. málsgr. 236. gr. leggur hærri refsingu við
opinberri birtingu aðdróttunar, enda þótt sakaráberi hafi
ekki sennilega ástæðu til að halda hana sanna. 1 þessu felst
það ekki, að aðdróttun, sem opinberlega hefur verið birt,
verði réttmæt, þó að sakaráberi hafi haft sennilega ástæðu
til að halda hana sanna, heldur er þetta huglæga atriði skil-
yrði refsihækkunar samkvæmt 2. málsgr. 236. gr. Ef sakar-
áberi telst hafa haft sennilega ástæðu til þess að halda að-
1) T. d. Dómas. VII. 300.
2) Sbr. t. d. Dómas. V. 482, VH. 60, 126, 129, sbr. 406, VIII. 1, Hrd. VI.
461, VIII. 100, XXL 79.
3) Sbr. t. d. Dómas. VIII. 528.