Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 64

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 64
184 Tímarit lögfræSinga textans. Og um síðustu áramót hefur sá háttur verið upp tekinn, að prenta dómana jafnharðan og lúka textanum í heftum, eftir því sem til vinnst. Allir dómarnir frá árs- byrjun til dómleyfis í júní síðastliðnum eru nú þegar fyrir nokkru fyllprentaðir og heftir. Þessi tilhögun hefur þann kost, að safna má til registurs jafnharðan sem hvert hefti kemur út og söfnun í registrið má því verða nær lokið, er síðasta heftið kemur út. Mun því ekki þurfa að standa lengi á registri eftir að textinn er fullprentaður. Sá, sem gerir registrið, mun geta safnað úr þriðju próförk síðasta heftis, og gæti því registrið verið fullbúið eða nær því, þegar síð- asta hefti textans er fullprentað. Með þessari tilhögun verður því, svo sem framast er unnt, bætt úr þeim drætti, sem verið hefur á útgáfu dóm- anna sjálfra og registurs við þá. Og ber að þakka það og fagna því. Tímarit lögfræSinga. Þegar tímarit þetta hóf göngu sína í upphafi ársins 1951, þá beindi eg áskorun til lögfræðinga almennt um, að þeir legðu efni til í ritið. Lögfræðingar eru nú orðnir svo margir og fjöldi þeirra þess um kominn að leggja því til nokkurt efni. Eg benti líka á það, að tímaritið yrði of einhæft, nema margir legðu því efni. Og efast eg ekki um það, að mörgum muni svo þykja. En enginn getur með sanngirni ætlazt til þess, að einn og sami maður geti fullnægt þeim kröfum, sem eðlilega eru gerðar til tíma- rits slíks sem þessa. Af inni fjölmennu lögfræðingastétt landsins hafa einungis fáir menn lagt tímaritinu til efni, dómsmálaráðherra, einn af lagakennurum háskólans, tveir málflutningsmenn (dánarminningar), einn af dómurum hæstaeréttar og tveir dómarafulltrúar. Farið hef eg annars á hnotskóg til ýmissa um greinargerðir um úrlausnir mál- efna, sem þeim lúta, en árangur hefur lítill orðið enn þá, enda þótt ádráttur hafi verið veittur. Verður þó ekki efað, að málefni eru næg til meðferðar og að nóg er til mjög rit- færra manna meðal lögfræðinga. Áhugann virðist aðeins skorta.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.