Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Síða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Síða 38
við jörðu, og svo mætti lengi telja. Hvarvetna blasir við ægivald manna }Tfir náttúrunni. Síaukin tækni hefur mjög stefnt að því að gera náttúr- una mönnum undirgefna. Því meiri þroska, sem tæknin hefur náð, því meiri hafa raskanir á náttúrufari landa orðið. Menningarlegar framfarir hafa og í ríkum mæli verið beinlínis á því reistar, að menn bafa hagnýtt sér ýmis náttúruauðæfi, en með því hefur mjög verið gengið á náttúruna. Mönnum hefur lengi verið ljóst, að rík þörf væri á að hamla gegn spjöllum á náttúru af manna völdum. Hafa þessar skoðanir markað þau spor, að sett hafa verið laga- fvrirmæli um vernd ákveðinna þátta náttúrunnar í öllum menningarlöndum. Kvað þar í fyrstu mest að ákvæðum um friðun fugla, spendýra og fiska, en síðar komu lagafyrir- mæli um gróðurvernd og almenna náttúruvernd. Upphaf löggjafar um almenna náttúruvernd mun mega rekja til Bandaríkja Norður-Ameríku, sem urðu fyrst allra ríkja til að friðlýsa landsvæði og stofna til náttúru- garða eða þjóðgarða, „í því skyni að náttúru landsins megi varðveita óspjallaða komandi kvnslóðum til hug- svölunar“, svo sem segir i þjóðgarðalöggjöf Bandaríkj- anna. Fvrsta friðlýsingin átti sér stað 1832, þar sem voru laugarnar í Hot Springs í Arkansas, en önnur í röðinni var hinn nafnkunni þjóðgarður Yellowstone á landamær- um Wvoming, Idaho og Montana ríkja. Að bandarísku fordæmi voru þjóðgarðar stofnaðir víða um lönd, og verður nánar vikið að því hér síðar. Þjóðgarðar og hliðstæð svæði, sem friðlýst hafa verið, hafa gegnt mjög mikilvægu hlutverki um náttúruvernd og m. a. forðað nokkrum dýrategundum frá útrýmingu, svo sem evrópska vísundinum. Brátt varð þó sýnilegt, að slikir þjóðgarðar einir nægðu ekki til verndar náttúru- minjum, og að þörf væri á almennri náttúruvernd. Sá maður, sem talinn er liafa átt drýgstan þátt i að koma á skipulagðri náttúruvernd, er þýzki náttúrufræðingurinn 228 Tímarit lögfrœSinga

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.