Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Page 44

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Page 44
og slæma umgengni í sambandi við mörg mannvirki hér- lendis, einkum eftir að jarðýtur og önnur stórvirk vinnu- tæki komu til sögunnar. Frágangur á mörgum vegarköfl- um, þar sem jarðýtur hafa verið notaðar, er t. d. mjög vítaverður, þótt dæmi hins gagnstæða verði, sem hetur fer, nefnd, sbr. t. d. frágang á veginum yfir Vatnsskarð og Holtavörðuheiði. Á prenti hefur og verið átalinn frá- gangur á Skeiðfossrafstöðinni,, en liins vegar er frágang- ur á Ljósafossstöðinni til hreinnar fjTÍrmyndar. Hér veld- ur, hver á heldur, og i mörgum tilfellum er það skiln- ingur forráðamanna mannvirkja á gildi góðrar umgengni og náttúruverndar, sem sköpum ræður. Er vert að nefna hér eitt dæmi, sem til mikillar fyrirmyndar er i þessu efni. Fyrir sjö árum var byggð brú yfir Laxá í Þingeyjar- sýslu á veginum frá Arnarvatni norður með Mývatni að vestan. Laxá rennur þarna sem annars staðar milli fagurra, gróðursælla hraunbakka, og á brúarstæðinu er undurfagur hólmi i ánni. Er hann vaxinn hvönn og blá- gresi. Þeir Mývetningar, er stjórnuðu brúarbyggingunni, fluttu grjót og hnausa í hleðslu allangt að, en þyrmdu Iiins vegar bökkum árinnar. Og svo nærgætnislega var unnið, að i hólmanum var varla troðin niður nokkur blágresiplanta. Slík ræktarsemi og snyrtimennska og skiln- ingur á gildi þess að eira náttúrunni, er sannarlega þess virði, að getið sé. Náttúruspjölin blasa því miður víða við. Hjá Brjánslæk á Barðaströnd eru einhverjar hinar fegurstu jurtaleifar frá tertiertímanum, sem til eru i nokkru landi. Sérhver ferðamaður, sem þangað kemur, getur átölulaust rótað i þessum leifum og tekið með sér leirflögur, sem að jafn- aði molna niður lieima hjá honum, engum til gamans né gagns. Ferðalangar gera sér gjarna að stundargamni að brjóta niður og hafa á brott með sér dropsteinadröngla úr Surtshelli, aðalprýði liellisins, og er þegar búið að stórskemma liann og aðra hella landsins með slikum að- förum. Hverir landsins og ekki sizt hinir fögru hverir á 234 Tímarit lögfrœöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.