Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Síða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Síða 46
merkir af náttúru sinni eða sögu“. Enn fluttu sömu þing- menn fyrirspurn til menntamálaráðherra um það á þing- inu 1950, hvað endurskoðun þeirri liði, er þingsályktunin fjallar um. (Alþtið 1950. D, bls. 262—266). Loks er vert að minnast á tillögu til þingsályktunar, sem Jónas Jóns- son, alþingismaður, flutti 1948 um verndun Geysis i Haukadal (Alþtíð. 1948, A, þskj. 501, bls. 920). Sú tillaga hlaut ekki afgreiðslu þingsins. IV. Áður en vikið er að einstökum köflum frv. og greinum, þykir rétt að drepa á nokkur almenn atriði, sem á reyndi, þegar frv. var samið. 1. I frv. þvi til laga um náttúrufriðun, friðun sögustaða o. fl., sem lagt var fram á Alþingi 1932 og 1933, var gert ráð fyrir því, að fjallað væri í sama lagabálki um náttúru- vernd og friðlýsingu merkra sögustaða. Ráðagerð sýnist og vera uppi um sömu hætti i þingsályktun Alþingis frá 25. febrúar 1948. Semjendur þess frv., sem hér er lagt fram, töldu ekki hyggilegt að hafa þenna hátt á. Yrði þvi óhjákvæmilegt að kveða á um friðlýsingu þessara tvenns konar minja i aðgreindum köflum frv., og væri mjög fátt, sem tengdi þá. Myndi frv. við þá hætti verða óskýrara og ruglingslegra. Hér er einnig á það að líta, að lítt gerlegt væri og raunar ógerlegt að láta sömu j'firvöld fjalla um náttúruverndarmál sem um mál, er varða friðun merkra sögustaða. Þyi'fti því einnig að hafa sérálcvæði i frv. um skipulag og meðferð á málum, er lúta að sögustöðunum. Þessi tvennskonar friðunarandlög skortir þá þann eðlis- skyldleika eða eðlistengsl, sem valdi því, að ávinningur sé að x-æða þau í sama bálki. Þess íxxá og geta, að í löggjöf NorðuiJandaríkjanna, Þýzkalands og flestra svissnesku fylkjanna er þetta tvennt greint su,ndur. Þótt þessi háttur sé valinn, þykir rétt að benda á, að brýn þörf er á fyllri ákvæðum en nú eru í lögum um friðun mei'kra sögustaða, en ákvæði urn það efni eru tengdari löguixx um forxx- 236 Tímarit lögfræSinga

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.