Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Page 51
vernd í frv. að vera of rúmt. En þess má geta í þriðja lagi, að vera má, að hugtakið sé of þröngt í einu sam- bandi. Hugtakið bendir a. m. k. fyrst og fremst til nei- kvæðra atriða, þ. e. til þess, að ætlunin sé að sporna við spjöllum á náttúrunni. En tilgangur með náttúruvernd er einnig sá, að efna til jákvæðra úrræða til að bæta úr spjöllum, sem þegar hafa verið framin á náttúrunni. Hugtakið náttúruvernd er valið hér þrátt fju-ir þessa ann- marka, og má vænta þess, að það verði mönnum tamt í þeirri merkingu, sem lögð er i það í frv. Ljóst er, að hugtakið náttúrufriðun, sem notað er í eldri frv., er flutt liafa verið á Alþingi um þetta efni, er of þröngt um þær aðgerðir, sem frv, þetta fjallar um. 7. Ýmis erlend náttúruverndarlög hafa verið höfð til hliðsjónar við samningu frv., svo sem Norðurlandalögin, þýzk lög, svissneslc og frönsk. Dönsku og sænsku lögin hafa verið endurskoðuð nýlega, sbr. lög nr. 140/1937 i Danmörlcu og lög frá 21. nóv. 1952 í Svíþjóð. Frv. til nýrra náttúruverndarlaga hefur og verið lagt fram í Noregi nýlega. Hafa þessi tvenn lög og lagafrumvörp reynzt drýgst til fvrirmvndar við samningu frv. Tímarit lögfrceöinga 241

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.