Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Page 52

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Page 52
Brezkir dómar Réttur Engilsaxa er á margan veg frábrugðinn íslenzk- um rétti og rétti annarra norðurlandaþjóða. Ymis megin- sjónarmið eru þó hin sömu. Eiga þau rót sína að rekja til sögulegrar réttarleifðar á aðra hlið en á hina til sí- vaxandi viðskipta þjóða í milli og margvíslegra samtaka þeirra. Það er því langt frá því að nánari kynni af erlendum rétti, heldur en flestir okkar hafa sé óraunhæf, enda er það löngu viðurkennt að svo er ekki að því er snertir norð- urlandarétt og þýzkan. Þekking á engilsaxneskum rétti — og er þar átt við nú- timarétt Breta og Bandaríkjamanna — er hinsvegar minni, en vera bæri einkum af því að Engislaxar eru meðai hinna á'hrifaríkustu þjóðaheilda á vettvangi alheimsmála og við Islendingar á ýmsan veg í nánum tengslum við þá. Má því telja eðlilegt, að við þekkjum eitthvað til réttar þeirra og réttarframkvæmdar. Það er að vísu ekki á færi mínu að rita né heldur innan verksviðs þessa rits að birta langar fræðilegar ritgerðir um engilsaxneskan rétt. Oft er og erfitt um vik, er gera skal stutta kerfisbundna grein fyrir erlendum rétti en hvergi þó erfiðara heldur en þegar um engilsaxneskan rétt er að ræða. Þar eru það dómstólarnir, eins og ýmsum er kunnugt, sem móta réttinn eða a. m. k. réttarframkvæmdina meira en víðast annarsstaðar og dóma-fordæmi eru þar mjög í heiðri höfð. Mér hefur því þótt tímabært að þýða — eða öllu held- ur endursegja fáeinar brezkar dómafrásagnir. Má vera að sumar þeirra varpi nokkru ljósi á ýmis fyrirbrigði 242 Tímarit lögfræOinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.