Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Síða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Síða 56
inn hefði neitt sérstakt aðdráttarafl fremur en t. d. skurð- ur eða stigi. Það orðalag dómsins að ekki verði séð að gryf ja í jörðina hafi neitt sérstakt aðdráttarafl er, ef svo má segja, svar heilbrigðrar skynsemi til þeirra, sem óttast að vörzlumenn lands þurfi að sætta sig við óbilgjarnar kröfur, þegar bóta- skyldan á rætur sínar að rekja til mats á venjulegu gáleysi. III. Cotton gegn Wallis (1955). Mál þetta er talið hafa allmikla þýðingu fyrir arkitekta og þá, sem láta reisa hús fyrir sig. Stefndi hafði fengið stefnanda, er var arkitekt, til þess að líta eftir byggingu húss og veitt honum umboð til þess að gefa byggingameistaranum viðurkenningu um að verk- ið væri unnið svo sem vera bar. Sex mánuðum eftir að byggingunni var lokið gaf arkitektinn byggingameistar- anum loka vottorð. Tveim árum síðar, er stefnandi krafði stefnda um ómakslaun sín, kom stefndi með gagnkröfu, sem hann rökstuddi á þann veg, að stefnandi hefði ekki gætt þess sem honum bar i eftirlitsstarfinu og ekki gengið úr skugga um að efni væri rétt valið né smiði eins og smiðum sæmdi. Héraðsdómur sýknaði af gagnkröfunni. Hann taldi að visu, að nokkrir gallar væru á verkinu, en áleit þó að arlci- tektinn hefði ekki brugðizt skvldu sinni, því að nokkurt umburðarlyndi yrði að sýna, einkum þar sem byggingar- kostnaður liússins hefði verið knúinn niður í lágmarks- verð. Meiri hluti „The Court of Appeal“ staðfesti þennan dóm. Einn dómenda gerði ágreining og komst að orði á þessa leið: „Samningurinn gerir ráð fvrir því, að ef um er að ræða galla, sem sjá má, þá sé það skylda arkitektsins að ganga eftir því að byggingameistarinn bæti úr þeim. Arkitekt- 246 Tíviarit lögfrœöitiga

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.