Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Side 59

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Side 59
FRÁ HÁSKÓLÁNUM. Nýir kennarar í viðskiptafræðum. Dr. Gylfi Þ. G>rsla- son prófessor tók við starfi menntamálaráðherra, er hin nýja ríkisstjórn tók við völdum. Ber að fagna því, að mað- ur frá Háskólanum skuli hafa það starf með höndum. Yið kennslu hans hafa tekið um sinn þeir dr. Jóhannes Nordal, er kennir almenna rekstrarhagfræði, Guðlaugur Þorvalds- son, cand. oecon., er kennir sérgreinda rekstrarhagfræði og Þorvarður Jón Júlíusson, cand. polit., er kennir bók- færslu. Frumvarp að nýjum háskólalögum er komið fram á Alþingi. Frumvarpið er undirhúið af nefnd liáskólakenn- ara þeirra Ármanni Snævarr, Finnboga R. Þorvaldssyni, Steingrími J. Þorsteinssyni, Birni Magnússyni og Júliusi Sigurjónssyni. Formaður nefndarinnar var dr. Benjamin Eiriksson. Um frv. hafa og fjallað deildir Háskólans, Háskólaráð og Stúentaráð. Undirbúningur hefir tekið alllangan tíma — ca. 2 ár. Nokkrar breytingar mun menntamálaráðherra hafa gert á frv. áður en hann lagði það fram. Frv. liefir ýmsar brevtingar og nýmæli að geyma, er til bóta horfa. Aðrar eru umdeilanlegri og verður e. t. v. siðar vikið að frv. þessu. Verðlaunaritgerð í lögfræði. Ástæða er til þess að minna laganema og lögfræðinga }rngri en 35 ára á verðlaun þau, að upphæð kr. 5.000, sem Laga- og hagfræðideild Háskólans hefir heitið fyrir ritgerð um: „Réttarreglur um sérstaka sameign“. Nánar er skýrt frá skilyrðum og efni í II. h. bls. 127. Ritgerðum skyldi skilað fyrir 1. sept. 1957, en frest- urinn hefir verið framlengdur til 1. jan. 1958 HANDRITAMÁLIÐ. Þegar verið er að ganga frá þessu hefti, harst mér í hendur Ugeskrift for Retvæsen — 19. h. 1957 — (hið danska lögfræðitímarit, sem allir íslenzkir lögfræðingar munu þekkja). Þar skrifar dr. Alf Ross, Tímarit lögfrœöinga 249

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.