Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Síða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Síða 60
prófessor í lögum við Kaupmannahafnarháskóla, um end- urheimtukröfur okkar Islendinga á handritum okkar í Danmörku. Greinin er skrifuð frá lögfræðilegu sjónar- miði og hin fróðlegasta. Er hennar því getið liér og má vel vera, að leyfi verði fengið til þess að birta hana i þessu riti. TILLÖGUR TIL BREYTINGA Á LÖGUM NR. 85/1936. Þegar lög nr. 85, 23/6 1936 um meðferð einkamála í héraði fengu gildi hinn 1. jan. 1937 var að ýmsu leyti hrot- ið blað á sviði réttarfarsins hér á landi. Lögin voru að vísu nokkuð mótuð af hugsanagangi gamla réttarfarsins og margt af þvi skynsamlegt, en ýmis- legt var þó, sem betur hefði mátt fara. Sparnaðarhugsun og ýmsir framkvæmdarörðugleikar munu og hafa átt sinn þátt í því að móta lögin. Nýmæli voru hinsvegar mikilvæg og flest til bóta. Öll ný lagasmíð, eins og flest annað, fær dóm reynsl- unnar, og oft er líka framvindan svo ör að tiltölulega oft þarf að breyta til i samræmi við breyttar aðstæður. A þetta ekki hvað sízt við um réttarfar hér á landi. Endurskoðun laga nr. 85/1936 virðist því aðkallandi. Fyrrv. dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson skipaði á sínum tima nefnd til þess að endurskoða lögin. I nefnd- inni voru þeir Gizur Bergsteinsson, hrd. formaður — og þeir dr. Einar Arnórsson fyrrv. hrd., Jónatan Hallvarðs- son hrd og Theodór B. Lindal próf. Dr. Einar vék úr nefndinni áður en hún lauk störfum. Frumvarp hennar var lagt fram sem stjórnarfrumvarp á Alþingi 1955 en varð ekki útrætt. Það var sent til umsagnar ýmsum aðil- um m. a. Lagadeild Háskólans, Félagi héraðsdómara og Lögmannafélagi Islands. Frá fyrrnefndum tveim aðilum munu hafa borizt jákvæð álit, en Lögmannafélagið mun ekkert álit hafa sent. Er það ekki vanzalaust. Frumvarpið var ekki lagt fram á síðasta Alþingi, hvað sem valdið 250 Tímarit lögfrœöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.