Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Page 37
Á víð og dreif Frá Hæstarétti. Dr. jur. Ármann Snævarr hefur verið skipaður hæsta- réttardómari, er sæti Gizurar Bergsteinssonar losnaði. Öþarfi er að kynna Ármann Snævarr íslenzkum lögfræð- ingum, enda er mikill fjöldi þeirra lærisveinar hans, því að hann hefur gegnt prófessorsstöðu við lagadeild Há- skólans síðan 1. sept. 1948 og látið sig málefni dcildarinnar miklu skipta. Hann hefur og verið rektor Háskólans árum saman, séð um útgáfu „Lagasafns“ og ritað margt um lögfræðileg efni, svo eitthvað sé nefnt. Sigurður Líndal hæstaréttarritari hefur verið skipaður prófessor í lögum, eins og vikið er að liér á eftir. Stöðu hans hefur ekki verið ráðstafað enn, svo vitað sé. Frá Háskólanum. 1. Hús lagadeildar. Kennsla hefur farið fram í húsi lagadeildar síðan s.l. haust. Þá má gera ráð fyrir, að á næstunni verði unnt að taka húsið til annarra fyrirhugaðra nota, þar á meðal lestrarsali stúdenta og kennaraherbergi. 2. Nýr prófessor. Á s.l. ári var stofnað og veitt fé til nýs prófessorsem- bættis í lögfræði. Hefur Sigurði Líndal, hæstaréttarritara, verið veitt embætti þetta frá 15. febrúar 1972 að telja, en Sigurður hefur undanfarin ár gegnt lektorsstarfi við laga- deild. Réttarsaga er aðalviðfangsefni hins nýja prófessors. 3. Rannsóknastofnun um fjölskyldui'étt og fjölskyldu- málefni. Timarit lögfræðinga 35

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.