Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Qupperneq 14
MYND 2.
Myndin sýnir tækjasamstæðu í þrennu lagi til gasgreiningar á alkóhólum. Vinstra
megin er sá hluti samstæðunnar, er hefur að geyma ofn með súlu, sem hituð er í 140°,
og blossagreini. Neðanvert við miðju má sjá stúta þar, sem sýnum er sprautað í súl-
una. A miðri mynd sést sjálft stjórntækið, er stýrir loftstreymi um súlu og blossa-
greini og tekur við straumsveiflum frá blossagreini, magnar þær og sendir til ritsns,
sem er yst til hægri á myndinni. Tækjasamstæða þessi er keypt frá Beckman Inc.
inni að gasgi’eininum og etanólmagn sýnisins þarf að vera yfir vissu
lágmai’ki til þess að greinirinn geti greint það (mynd 3).
Jafnan, sem notuð er við útreikningana, lítur því þannig út:
(R + a)
Etanólmagn — -------------------
k
k og a eru reikningsstuðlar, sem fundnir eru fyrir hverja fullbúna súlu,
á grundvelli tilraua með samanburðarlausnir, sem gerðar eru dag hvern,
þegar etanól er ákvarðað (sbr. að framan). k er hallatala línunnar, en
a er leiðréttingarstuðull, er nota þarf, þar eð línan liggur ekki gegnum
núllpunkt, sbr. mynd 3.
Athuganir á dreifingu niðurstöðutalna einstakra alkóhólákvarðana
sýndu, að staðlað frávik (S.D.) frá miðtölugildi var á bilinu 2—3%
(sbr. mynd 3). Ef miðað er við ,að notuð séu 99% vikmörk, er svarar
til þriggja staðlaðra frávika, eins og tíðkað er víða erlendis (Machata
1972, Curry 1972), má ætla, að niðurstöðutölur geti mest vikið 10%
frá réttu gildi. Svarar það til þess, að sýni, er að réttu lagi inniheldur
1,20%c etanól, gæti mælst á bilinu 1,08—1,32%C. Á hinn bóginn má skoða
það sem viðtekna venju að ætla vikmörk niðurstöðutalna ákvarðana á
blóðsýnum úr lifandi mönnum, sem eru 1%0 eða lægri, ætíð hin sörnu,
þ.e.a.s. 0,10%c, sbr. Hrd. 1966 bls. 2, sbr. einnig Curry (1972). Sam-
kvæmt þessu telst svo til, að sýni, er að réttu lagi inniheldur 0,50%o
etanól í blóði, gæti mælst á bilinu 0,40%o — 0,60%o. Svipuð vikmörk hafa
8