Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Side 27
inni. Kosningabaráttan er líka dýr á okkar mælikvarða. Algengt mun vera, að dómarar verji 50—80 þús. dollurum í kosningabaráttu sína. Reyndar leggja þeir þetta ekki allt fram úr eigin vasa, heldur hljóta þeir styrki frá vinum, vandamönnum og öðrum stuðningsmönnum. Jafnvel lögmenn halda fyrir þá kvöldverðarsamkomur í fjáröflunar- skyni. Slíkir kvöldverðir kallast „Testimonial Dinner“, og er þar hver diskur seldur á uppsprengdu verði og komast þar oftast færri að en vilja. Frambjóðandinn hlýtur svo ágóðann til kosningabaráttunnar. Laun borgardómaranna fyrir vestan haf eru 40 þúsund dollarar á ári, en yfirborgardómararnir, sem dómendur kjósa úr sínum hópi til eins eða tveggja ára, fá 42.500 dollara í árslaun. Laun áfrýjunardómara og hæstaréttardómara eru áþekk þessu. Áður en lengra er haldið, þykir mér rétt að vekja athygli á því, að þégar máli er áfrýjað til æðri réttar í Bandaríkjunum, eru yfirheyrslur ekki endurteknar fyrir þeim rétti, heldur eru endurrit af yfirheyrslum fyrir undirrétti látin nægja, eins og hér á landi. Hins vegar fjallar æðri réttur í U.S.A. eingöngu um lagaatriði, en ekki sönnunarmat. Urðu dómarar og lögmenn undrandi, þegar ég sagði þeim, að Hæstirétt- ur fslands fjallaði bæði um lagaatriði og sönnunarmat, enda þótt yfir- heyrslur væru ekki endurteknar fyrir þeim rétti. Og alls staðar var viðkvæðið þetta: „It is impossible to evaluate the credibility of a testi- mony from paper alone. You have got to see the witnesses testify." Sennilega er þetta rétt hjá þeim. Þegar ég kom til Bandaríkjanna, kom það mér á óvart, að Banda- ríkjamenn nota kviðdóma bæði í sakamálum og einkamálum. Þetta er stjórnarskrárverndaður réttur, sem dómarar sögðu mér, að menn af- söluðu sér ógjarnan. Ég var viðstaddur nokkur réttarhöld í skaðabóta- málum, þar sem kviðdómur sat. Það var skelfing langdreginn og leiðin- legur process. Að mínu viti á þetta fyrirkomulag ekki við hér á landi. Samt sem áður þykir mér rétt að segja nokkuð frá vali og hlutverki kviðdóma í einkamálum í Bandaríkjunum. Kviðdómendur eru valdir úr hópi kjósenda. Á ákveðnum degi eru um það bil 40 mönnum stefnt til að mæta í tilteknu dómhúsi til að vera við- búnir að gegna dómskyldu í kviðdómi. Úr hópi þessa fólks dregur rétt- arþjónninn 12 nöfn. Þessir 12 taka sér sæti í kviðdómendastúkunni. Síðan leggja lögmennirnir ýmsar spumingar fyrir þá, t.d. um starf, þjóðfélagsstöðu, fyrri setu í kviðdómi, aðild að sams konar máli og atriði, sem valdið geta hlutdrægni. Að þessum spurningum loknum ryðja lögmenn kviðdóminn, og eru þá dregin ný nöfn í stað þeirra, sem rutt er. Getur hvor lögmaður rutt átta sinnum án þess að tilgreina 21

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.