Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Síða 32
það ræddi dómari einslega við lögmann stefnda og innti hann eftir því,
hvað hann gæti hugsað sér að sættast á og reyndi að þrýsta honum nið-
ur með fortölum. Síðan ræddi dómarinn á sama hátt við lögmann
stefnda. I þessum viðræðum talaði dómarinn mjög frjálslega við lög-
mennina og sagði þeim hiklaust, hvernig hann teldi að málið ætti að
fara. Eftir að hafa rætt einslega við lögmennina sitt í hvoru lagi, kall-
aði hann þá báða fyrir sig og setti fram sáttatillögu. Venjulega tóku
dómararnir þannig fyrir 4 mál fyrir hádegi. Var algengt, að þeim tæk-
ist að sætta þrjú mál af fjórum. Og það voru engin smámál, oft skaða-
bótamál upp á mörg hundruð þúsund dollara. Ég var t.d. viðstaddur
sáttafund í Fíladelfíu, þar sem dómari sætti slysamál, þar sem samið
var um 365 þús. dollara. Og það tók hann um 15 mínútur. Af þessu má
sjá, að þessar sáttatilraunir dómara gegna mjög þýðingarmiklu hlut-
verki til að hraða afgreiðslu dómsmála. Dáðist ég mjög að þeim árangri,
sem dómarar ná í þessum efnum. Ef sáttatilraun mistekst, er öðrum
dómara falið að dæma málið en þeim, sem gerði sáttatilraunirnar.
Mér duldist það ekki, að íslenskir dómarar eru miklir eftirbátar
kolleganna í Bandaríkj unum á þessu sviði. Dómararnir þar eru langt
um ýtnari í sáttatilraunum en við, og lögmennirnir bandarísku eru
sáttfúsari en kollegar þeirra hér á landi. Hvað veldur? Ég veit það ekki,
en það veit ég af eigin reynslu, að oft mistakast sáttatilraunir vegna
ágreinings um málskostnað. 1 Bandaríkjunum er þetta ekki vanda-
mál, því að þar greiðir hvor aðili sínum lögmanni, hvernig sem málið
fer. Og málskostnaður í Bandaríkjunum er enginn smáskildingur. Það
er algengt í slysamálum, að lögmenn taki að sér mál „On Contingent
basis“. En það merkir, að þeir fá ekkert ef mál tapast, en hluta af því
sem vinnst, oftast einn þriðja hluta. Ef tildæmd fjárhæð er t.d. 600
þús. dollarar, verður málflutningsþóknunin 200 þúsund dollarar.
Eitt er það fyrirbrigði í bandarísku réttarfari, sem ég verð að minn-
ast á, það kallast „Depositions“. Það eru yfirheyrslur, sem lögmenn
halda og sjá um sjálfir án dómara. Þær fara yfirleitt fram í skrifstofum
lögmanna, og er þeim beitt til að tryggja sönnunargögn til nota í dóms-
máli síðar, t.d. í þeim tilvikum, þegar vitað er fyrirfram, að vitni ber
ekki vitnaskyldu í tilteknu máli végna fjarlægðar frá heimili vitnis
til þingstaðar.
Framkvæmd þessara yfirheyrslna er venjulega þannig, að lögmenn
aðilja koma sér saman um stað og tíma, þeir ráða sér hraðritara, sem
löggiltur er til að eiðfesta vitni og taka niður framburð á hraðritunar-
vél. Síðan fer réttarhaldið fram með venjulegum hætti, spurningum og
gagnspurningum. Ef fram koma mótmæli við spurningu, er enginn
26